Hoppa í meginmál
Mikilvæg tilkynning · 19.12.2023

Eldgos hafið í grennd við Grindavík

Elgos hafið

Elgos er hafið á Reykjanesskaga, nærri Grindavík.

Lögreglan hefur gefið út eftirfarandi yfirlýsingu:

“Á morgun (þriðjudag 19. desember) og næstu daga verður öllum leiðum inn til Grindavíkur lokað öllum nema viðbragðsaðilum og verktökum sem eiga erindi inn á hættusvæðið við Grindavík. Við viljum biðja fólk um að vera ekki að fara að gosinu og huga að því að gas sem kemur úr þessu getur verið hættulegt. Vísindamenn þurfa nokkra daga til að meta ástandið þarna og endurmetum við í raun stöðuna á hverjum klukkutíma. Við viljum einnig biðja vegfarendur um að virða lokanir og sýna þessum skilning.”

Fyrir frekari upplýsingar skoðið vefsíðu Grindavíkurbæjar og vefsíðu Almannavarna, þar sem upplýsingar munu koma fram á íslensku ensku og jafnvel pólsku.

Athugið: Þetta er uppfærð frétt sem upphaflega var sett í lofið hér á þessum vef þann 18. nóvember, 2023. Uphhaflega fréttin er enn hér að neðan svo lesið áfram til að sjá gagnlegar upplýsingar sem enn eru í gildi.

Neyðarstigi lýst yfir

Grindavík (á Reykjanesi) hefur nú verið rýmd og aðgangur án sérstaks leyfis stranglega bannaður. Bláa lónið, sem er nálægt bænum, hefur einnig verið rýmt og er nú lokað öllum gestum. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir.

Almannavarnir birta fréttir á vefsíðunni grindavik.is og segja frá því nýjasta í tengslum við ástandið. Fréttir eru skrifaðar á íslensku, ensku og pólsku.

Eldgos yfirvofandi

Til þessara viðamiklu aðgerða hefur verið gripið eftir mikinn fjölda jarðskjálfta á svæðinu undanfarnar vikur. Vísindamenn telja að eldgos sé yfirvofandi. Síðustu gögn Veðurstofu Íslands sýna landsig og að stór kvikugangur hafi myndast og geti opnast upp á yfirborð.

Fyrir utan þau vísindalegu gögn sem styðja þetta, má sjá skýr ummerki í Grindavík og alvarlegar skemmdir eru greinilegar. Land hefur sigið á ýmsum stöðum og það valdið skemmdum á byggingum og vegum.

Það er ekki öruggt að vera í Grindavík eða nágrenni. Virða ber allar vegalokanir á Reykjanesi.

Ganglegir hlekkir