Samfélagið er lykill að íslensku: Ráðstefna um kennslu íslensku sem annars máls
Áhugaverð ráðstefna framundan þar sem brugðist er við ákalli samfélagsins, innflytjenda, framhaldsfræðsluaðila og háskóla um mikilvægi samráðsvettvangs er varðar kennslu íslensku sem annars máls og þá sér í lagi kennslu fullorðinna. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum á Akureyri dagana 19. – 20. september. Nánari upplýsingar hér.
Ráðgjafaþjónusta
Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, frönsku, þýsku og rússnesku.
RÚV ORÐ - Ný leið til að læra íslensku
RÚV ORÐ er nýr vefur þar sem fólk getur nýtt sjónvarpsefni til að læra íslensku. Eitt af markmiðum með vefnum er að auðvelda aðgengi innflytjenda að íslensku samfélagi og þannig stuðla að meiri og betri inngildinu. Á þessum vef er hægt að velja sjónvarpsefni RÚV og tengja það við tíu tungumál, ensku, frönsku, þýsku, lettnesku, litáísku, pólsku, rúmensku, spænsku, taílensku og úkraínsku.
Íslenskunám
Kunnátta í íslensku hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika. Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á stuðningi til að fjármagna íslenskukennslu, til dæmis með námsstyrk frá stéttarfélagi, styrk frá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur eða í gegnum félagsþjónustu fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð. Ef þú ert ekki í vinnu skaltu hafa samband við félagsþjónustuna eða Vinnumálastofnun til að kanna hvernig þú getur fengið aðstoð til að læra íslensku.
Um Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar
Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessu vefsvæði eru veittar upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs, stjórnsýslu á Íslandi, um flutning til og frá Íslandi og margt fleira.
Útgefið efni
Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.