Hoppa í meginmál
Fjölmenningarsetur · 20.03.2023

Nýtt vefsvæði Fjölmenningarseturs

Nýtt vefsvæði

Fjölmenningarsetur kynnir hér með nýtt vefsvæði. Það er von okkar að það muni gera innflytjendum, flóttafólki og öðrum, enn auðveldar að nálgast gagnlegar upplýsingar.

Vefsvæðið hefur að geyma upplýsingar um ýmislegt varðandi daglegt líf og hvernig hlutirnir ganga almennt fyrir sig  á Íslandi auk þess að veitt er aðstoð og upplýsingar varðandi það að flytja til og frá landinu.

Að finna rétta efnið

Fyrir utan að finna efni með þeirri klassísku leið að nota takkana efst á síðunni sem vísa á aðalefnisflokka eða þá efnisleitina, getur þú nýtt þér filtera til að nálgast efni sem hentar þér. Þegar þú notar filterana færð þú uppástungur að efni sem ætti að höfða til þín.

Hafa samband við okkur

Það eru þrjár leiðir til að komast í samband við okkur hjá Fjölmenningarsetri. Í fyrsta lagi getur þú notað spjallblöðruna á vefsíðunni, þú ættir að sjá hana neðst í hægra horni hverrar síðu.

Þú getur einnig sent okkur tölvupóst á mcc@mcc.is eða hreinlega hringt í okkur: (+354) 450-3090. Ef þú þarft að heyra í einum af okkar ráðgjöfum getur þú haft samband við okkur og pantað tíma til að hitta okkur á fundi augliti til auglitis eða þá á fjarfundi,

Fjölmenningarsetur veitir aðstoð, ráðgjöf og upplýsingar í sambandi við innflytjenda- og flóttamannamál á Íslandi til einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og yfirvalda á Íslandi.

Tungumál

Nýja vefsvæðið er í grunninn á ensku en þú getur þó valið um önnur tungumál með því að fara í tungumálahnöttinn efst á síðunni. Þýðingar eru vélrænar fyrir öll tungumál nema ensku og íslensku.

Íslenska útgáfan

Íslenska útgáfan af vefsvæðinu er í vinnslu. Þýðingar á öllum síðum ættu að verða tilbúnar bráðlega.

Innan íslenska hluta vefsvæðisins er undirsvæði sem kallast Fagfólk. Þetta svæði er aðallega skrifað á íslensku svo íslenska útgáfan er inni núna en sú enska á leiðinni.

Markmið Fjölmenningarseturs er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.