Hoppa í meginmál
Menntamál · 25.03.2024

Námsstyrkur fyrir nemendur í tölvunarfræði

Fyrirtækið LS Retail er að opna fyrir umsóknir um námsstyrk sem kallast LS Retail Future Leaders Program.

Tveir nemendur sem hafa áhuga á að læra tölvunarfræði við HÍ eða HR haustið 2024 munu hljóta styrkinn. Hann er ætlaður nemendum sem tilheyra hópum sem eiga færri fulltrúa í upplýsingatæknigeiranum, og almennt á íslenskum vinnumarkaði.

Tekið er við umsóknum hvort tveggja frá nýnemum og nemum sem nú þegar eru í námi, hvort sem um er að ræða BA eða MA nám.

Námsstyrkurinn er fyrir öllum námsgjöldum, frá upphafi til útskriftar. Einnig er í boði námsaðstoð frá starfsfólki LS Retail og aðstoð við gerð lokaverkefnis. Launað starfsnám (internship) stendur svo jafnframt til boða.

Allar nánari uppslýsingar um námsstyrkinn og hvernig á að sækja um má finna hér.

Einnig mega þeir sem eru áhugasamir hafa samband beint við Logan Lee Sigurðsson: logansi@lsretail.com