Hoppa í meginmál
Ráðstefna um íslenskukennslu · 23.02.2024

Íslenskukennsla fyrir fullorðna innflytjendur – Ráðstefna

Ráðstefna undir yfirskriftinni Við vinnum með íslensku, fer fram 29. febrúar 2024, kl. 09.00-15:00, á Hótel Hilton Nordica.

Á ráðstefnunni, sem er einkum ætluð fagfólki, munu sérfræðingar „fara yfir áskoranir og fyrirmyndarlausnir í inngildingu og tungumálaþjálfun fullorðinna innflytjenda, mikilvægi þess að standa vel að málum og nýjungar og hindranir. “, að sögn skipuleggjenda.

Það er Alþýðusamband Íslands og Mímir-símenntun sem standa að ráðstefnunni en meðal gesta verður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Skráning á ráðstefnuna þarf að fara fram fyrir 27. febrúar.

Allar frekari upplýsingar má nálgast hér.

Ráðstefnugjald: kr. 12.900. Innifalið í ráðstefnugjaldi eru kaffiveitingar og hádegisverður.

Eftir því sem þátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði eykst verður þörfin á markvissri íslenskukennslu sífellt meiri.