Hoppa í meginmál

Markmið okkar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.
Fréttir

Skattframtal einstaklinga vegna tekna 2023

Información sobre la declaración de impuestos de 2023 en español. Информация на русском языке о подаче налоговой декларации в 2023 году. Informacje odnośnie zenznaia podatkowego 2023. معلومات عن الاقرار الضريبي الفردي لعام 2023  Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga vegna tekna 2023. Frestur til að skila framtalinu er til 14. mars.

Fréttir

Íslenskupróf fyrir þá sem ætla að sækja um ríkisborgararétt

Næstu próf í íslensku fyrir þá sem hyggjast sækja um ríkisborgararétt, verða haldin í Nóvember 2023. Skráning hefst þann 21. september. Athugði að takmarkaður fjöldi kemst að í hverri prófalotu! Skráningu lýkur 2. nóvember. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfresti lýkur. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Mímis.

Síða

Ráðgjafaþjónusta

Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, frönsku, þýsku og rússnesku.

Síða

Íslenskunám

Kunnátta í íslensku hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika. Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á stuðningi til að fjármagna íslenskukennslu, til dæmis með námsstyrk frá stéttarfélagi, styrk frá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur eða í gegnum félagsþjónustu fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð. Ef þú ert ekki í vinnu skaltu hafa samband við félagsþjónustuna eða Vinnumálastofnun til að kanna hvernig þú getur fengið aðstoð til að læra íslensku.

Síða

Um Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar

Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessari vefsíðu eru veittar upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs, stjórnsýslu á Íslandi, um flutning til og frá Íslandi og margt fleira.

Síða

Útgefið efni

Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.

Sía efni