• Ef launþegi kemst ekki til vinnu vegna veikinda fær hann greidd laun í ákveðinn dagafjölda.
  • Eftir einn mánuð hjá sama vinnuveitanda hefur launþegi rétt á tveimur veikindadögum á mánuði.
  • Réttur til fjölda veikindadaga eykst eftir tvö, þrjú og fimm ár í starfi hjá sama vinnuveitanda. Réttur til veikindadaga getur orðið allt að fjórir mánuðir eftir fimm ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda.
  • Launþegi verður að tilkynna yfirmanni sínum það ef hann kemst ekki í vinnu vegna veikinda.
  • Í flestum tilfellum þarf að skila inn læknisvottorði þegar snúið er aftur til starfa. Læknisvottorð er hægt að fá hjá heimilislæknum heilsugæslustöðva.
  • Greiða þarf fyrir læknisvottorð.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar