Áður en sótt er um starf eða farið er í atvinnuviðtal er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga.

Ferilskrá – Curriculum Vitae

 • Á Íslandi er venjan sú að láta ferilsskrá fylgja starfsumsókn. Best er að ferilsskráin sé ekki lengri en ein síða.
 • Flestir láta ljósmynd fylgja með, en þótt þess sé ekki krafist getur það gert gagn. Atriðin í ferilsskránni geta verið mjög mismunandi.

Lista yfir þær upplýsingar sem þurfa að fylgja má nálgast á heimasíðu EURES á Íslandi.

 • Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru upplýsingar um aldur, þjóðerni, tungumálakunnáttu, hjúskaparstöðu og svo framvegis. Upplýsingar um menntun, starfsreynslu, áhugamál og aðra færni sem viðkomandi býr yfir.
 • Listi yfir meðmælendur þarf að fylgja í ferilskránni.

Kynningarbréf

 • Með umsókn eða ferilsskrá þarf helst að fylgja kynningarbréf, hámark ein blaðsíða. Þetta plagg er mjög mikilvægt, enda er því ætlað að lýsa helstu kostum viðkomandi sem starfsmanns.
 • Það er hægt að senda sömu ferilsskrána með öllum starfsumsóknum, en það þarf að útbúa sérstakt kynningarbréf fyrir hvert starf sem sótt er um.

Lista yfir þau atriði sem hafa þarf í huga þegar semja á kynningarbréf má sjá á heimasíðu EURES á Íslandi

Atvinnuviðtalið

 • Flestir íslenskir atvinnurekendur sem nýta sér þjónustu EURES, eða ráða fólk erlendis frá, taka ákvörðun um ráðningu eftir símtöl og samskipti við umsækjandann með tölvupósti.
 • Þeir sem eru þegar á Íslandi þegar þeir fara að leita sér að starfi eru oft boðaðir í atvinnuviðtal.
 • Hvort sem viðtalið fer fram augliti til auglits, í síma eða með tölvupósti, gefur það gott tækifæri til að spyrja nánar um ýmsa þætti starfsins.
 • Þá er gott að hafa aflað sér upplýsinga um fyrirtækið og rekstur þess fyrirfram því umsækjandi sem það gerir er betur undirbúinn fyrir starfsviðtalið.

Starfsumsóknin

 • Fyrir verksmiðjustörf og vinnu sem ekki krefst sérstakrar menntunar nota vinnuveitendur á Íslandi stöðluð umsóknareyðublöð.
 • Slík eyðublöð er að finna á vefsvæðum ráðningaþjónusta.

Sjá vinnumiðlanir.

 • Eyðublöðin eru oft aðeins  til á íslensku en EURES umsóknareyðublaðið hjá Vinnumálastofnun er til á ensku og upplýsingar og eyðublöð vegna starfsviðtala eru til hjá Ráðningarþjónustunni á ensku og pólsku.
 • Vinnuveitendur nota umsóknirnar til að ákveða hverja þeir hafa samband við fyrir atvinnuviðtöl og því skiptir miklu máli að eyðublöðin séu rétt útfyllt.

Nánari upplýsingar um atvinnuleit og vinnuskilyrði má fá á heimasíðu EURES.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar