Umsókn og skilyrði

  • Þeir sem eru með tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum.
  • Sótt er um atvinnuleysisbætur hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar sem starfa í öllum landshlutum – Atvinnuleysisbætur – rafræn umsókn
  • Umsækjandi um atvinnuleysisbætur skráir sig jafnframt í atvinnuleit
  • Atvinnuleysisbætur eru greiddar út mánaðarlega.

 Sá sem nýtur atvinnuleysisbóta þarf meðal annars að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Hafa unnið löglega á Íslandi í 3 mánuði til að eiga rétt á 25% af bótaupphæð og í 12 mánuði til að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum
  2. vera virkur í atvinnuleit og reiðubúinn að ráða sig til almennra starfa
  3. tilkynna til Vinnumálastofnunar einu sinni í mánuði hvort atvinnuleit hafi borið árangur Staðfesting á atvinnuleit á vef Vinnumálastofnunar
  4. tilkynna til Vinnumálastofnunar þegar vinna er fengin og gefa upp allar tekjur

Telji umsækjendur um atvinnuleysisbætur að afgreiðsla Vinnumálastofnunar hafi verið ófullnægjandi geta þeir skotið máli sínu til úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga hjá Atvinnuleysistryggingarsjóði.

Bótaupphæð

  • Fyrstu tíu daga atvinnuleysis eru greiddar grunnbætur en síðan eru bætur tekjutengdar í þrjá mánuði ef skilyrði um tekjutengingu bóta eru uppfyllt.
  • Sá sem fær fullar atvinnuleysisbætur og hefur börn undir 18 ára aldri á framfæri sínu fær greidd 4% af grunnbótum með hverju barni.

Nánari upplýsingar um atvinnuleit, atvinnuleysisbætur og flutning réttinda (meðal annars flutning atvinnubótarétts) á milli EES-ríkja eru að finna á vef EURES – www.eures.is

Sjá upplýsingar um EURES hér

Nánar á vef Vinnumálastofnunar um atvinnuleysisbætur

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar