Börn

Almenna reglan er sú að börn (15 ára og yngri) mega ekki vinna. Undantekningartilvik frá þeirri reglu er sem hér segir:

  1. Börn mega vinna í skamman tíma við heimilisaðstoð á einkaheimilum og vinna í fjölskyldufyrirtækjum ef vinnan telst ekki skaðleg eða hættuleg börnunum.
  2. Heimilt er að ráða börn til að taka þátt í menningar- og listviðburðum og íþrótta- eða auglýsingastarfsemi. Sá sem ræður barn yngra en 13 ára þarf að sækja um leyfi til Vinnumálastofnunnar.
  3. Það er heimilt að ráða börn, 14 ára og eldri, til vinnu sem er hluti af verklegu eða fræðilegu námsfyrirkomulagi.
  4. Það er heimilt að ráða börn, 14 ára og eldri, til vinnu sem er að léttara tagi.
  5. Börn sem hafa náð 13 ára aldri má ráða í takmarkaðan stundafjölda á viku í létt garðyrkju- og þjónustustörf og önnur hliðstæð störf.

Unglingar

Unglingar, 15-18 ára, mega vinna við flest almenn störf en takmarkanir eru til staðar.

  1. Unglingar mega ekki stunda vinnu sem er of erfið fyrir þá, líkamlega eða andlega.
  2. Unglingar mega ekki stunda vinnu sem gæti valdið varanlegu heilsutjóni.
  3. Unglingar mega ekki stunda vinnu þar sem þeir gera sér ekki grein fyrir mögulegri slysahættu vegna skorts á reynslu.
  4. Vinnutími unglinga er takmarkaður við 8 klukkustundir á dag og 40 klukkustundir á viku.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar