Unglingar, 13 til 16 ára, eiga ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22 nema þau séu á heimferð frá skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Á tímabilinu 1. maí til 1. september mega þeir vera úti til klukkan 24.
Aldurinn miðast við árið sem unglingurinn er fæddur en ekki fæðingardag hans.
 • Unglingur á aldrinum 13 – 18 ára á að hlýða fyrirmælum foreldra sinna, virða skoðanir annarra og fara eftir lögum.
 • Við 18 ára aldur fá unglingar lögræði, það er fjárræði og sjálfræði. Það þýðir að unglingur ræður eigin eignum og hvar hann býr en missir réttindi til framfærslu frá foreldrum sínum.
 • Nám
 • Börn og unglingar, á aldrinum 6 – 16 ára, verða að stunda nám í grunnskóla og skólagangan er ókeypis.
 • Náminu lýkur með grunnskólaprófi og eftir grunnskóla er hægt að sækja um í framhaldsskóla.
 • Innritun framhaldsskólanema á haustönn fer fram á netinu og er síðasti umsóknardagur í júní ár hvert. Innritun nema á vorönn fer ýmist fram í hverjum skóla fyrir sig eða á netinu.
 • Ýmsar upplýsingar um sérskóla, sérdeildir, starfsbrautir og annað námsframboð fyrir fötluð börn og unglinga má finna á vef Menntagáttar.
 • Vinna
 • Börn í skyldunámi má aðeins ráða til vinnu í störf af léttara tagi.
 • Börn yngri en 13 ára mega aðeins taka þátt í menningar- og listviðburðum og íþrótta- og auglýsingastarfsemi og þá með leyfi Vinnueftirlitsins.
 • Börn á aldrinum 13 – 14 ára má ráða í störf af léttara tagi, nema þau sem teljast hættuleg eða líkamlega mjög erfið.
 • Vinnutími 15 – 17 ára má vera 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku á þeim tíma þegar skóli er ekki.
 • Næturvinna barna og unglinga er bönnuð.
 • Flest stærri sveitarfélög reka vinnuskóla eða unglingavinnu nokkrar vikur á sumrin fyrir elstu grunnskólanemana, 13-16 ára.
Nokkrar atvinnumiðlanir sérhæfa sig í að aðstoða ungt fólk við að finna vinnu
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar