Þegar sótt er um leyfi í fyrsta sinn verður að vera búið að samþykkja leyfið áður en útlendingurinn kemur til landsins. Ef útlendingurinn er á landinu þegar sótt er um atvinnu- og dvalarleyfi í fyrsta sinn þarf hann að fara af landi brott á meðan. Atvinnurekandinn sækir um atvinnu- og dvalarleyfið og kennitölu fyrir útlendinginn.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
 • Umsókn um dvalarleyfi – útfyllt og undirrituð af umsækjanda, í frumriti.
 • Umsókn um atvinnuleyfi – útfyllt og undirrituð af atvinnurekanda, í frumriti.
 • Ráðningarsamningur – milli atvinnurekanda og umsækjanda.
 • Ljósrit úr vegabréfi – Gildistími vegabréfsins þarf að vera minnst þrír mánuðir lengri en gildistími dvalarleyfisins.
 • Sakavottorð – Sakavottorðið má ekki vera eldra en sex mánaða og þarf að koma frá því ríki sem umsækjandinn hefur verið búsettur síðastliðin fimm ár.
 • Sjúkratrygging – Tryggingin þarf að vera að lágmarki 2.000.000 íslenskar krónur og vera gefin út af vátryggingarfélagi á Íslandi.
 • Umboð – Umsækjandi veitir einhverjum aðila hér á landi umboð til þess að sjá um mál sín hérlendis.

Þau vottorð sem eru ekki á ensku, íslensku eða norðurlandamáli þarf að þýða og þýðingin þarf að vera unnin af löggiltum skjalaþýðanda. 

Áætlaður afgreiðslutími Útlendingastofnunar fyrir dvalarleyfi er 90 dagar eftir að öll fullnægjandi gögn hafa borist.
 
Framlenging á tímabundnu atvinnu- og dvalarleyfi
 • Ef umsókn um framlengingu hefur borist á réttum tíma getur umsækandi dvalist áfram á Íslandi þangað til að ákvörðun hefur verið tekin um það hvort umsóknin verði samþykkt.
 • Það verður að sækja um framlengingu að minnsta kosti mánuði áður en að leyfið rennur út. Annars þarf umsækjandinn að fara úr landi.
 • Umsækjandinn ber sjálfur ábyrgð á því að sækja um framlenginu á réttum tíma.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um framlengingu
 • Umsókn um dvalarleyfi – útfyllt og undirrituð af umsækjanda, í frumriti.
 • Umsókn um atvinnuleyfi – útfyllt og undirrituð af umsækjanda, í frumriti.
 • Ráðningarsamningur – á milli atvinnurekanda og umsækjanda.
 • Ljósrit úr vegabréfi – Gildistími vegabréfsins þarf að vera minnst þrír mánuðir umfram gildistíma dvalarleyfis.
 • Húsnæðisvottorð – sem sýnir fram á að umsækjandinn hafi tryggt húsnæði þann tíma sem umsóknin tekur til.
 • Vottorð frá félagsþjónustu – Umsækjandi þarf að skila inn vottorði frá viðkomandi félagsþjónustu þar sem fram kemur hvort hann hafi þegið framfærslustyrk á Íslandi.
 • Yfirlit staðgreiðslu – Skila þarf inn vottorði frá viðkomandi skattayfirvöldum um að umsækjandi hafi borgað skatt síðustu 12 mánuði.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar