Skráning

  • Það þarf að skrá og skoða alla bíla (ökutæki almennt) sem eru fluttir til landsins áður en þeir eru teknir í notkun hérlendis.
  • Bílarnir eru skráðir í ökutækjaskrá Umferðarstofu. Skráðar eru upplýsingar um gerð bílsins, eigendur, gjöld og fleira.
  • Við skráningu er númersplötu úthlutað (fastanúmer bílsins), bíllinn er tollafgreiddur og skoðaður á skoðunarstofu.
  • Bíllinn fær fulla skráningu þegar hann hefur verið skoðaður og tryggður.
  • Skráningarskírteini, sem eigandi bílsins fær eftir að hann hefur verið skráður, á alltaf að geyma í bílnum.

Afskráning

  • Það má afskrá bíl ef hann er ónýtur eða ef það á að flytja hann úr landi.
  • Bílar sem eru ónýtir á að skila til söfnunarstöðva eins og Vöku eða Hringrásar og þá fæst sérstakt skilagjald fyrir bílinn.

Sjá söfnunarstöðvar og útborgun skilagjalds.

  • Skoðunarstofurnar eða Umferðarstofa borga skilagjaldið þegar númersplötunum af bílnum er skilað inn til þeirra, ásamt vottorði frá söfnunarstöðvunum um að bílnum hafi verið skilað.
  • Frekari upplýsingar má nálgast hjá Umferðastofu
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar