Sótt er um skilnað hjá sýslumanni í því umdæmi sem viðkomandi býr. 

Hjón verða að gera skriflegt samkomulag um skiptingu eigna og skulda svo sýslumaður geti gefið út leyfi til skilnaðar.

Samkvæmt lögum skiptast eignir jafnt á milli hjóna við skilnað, nema séreignir (til dæmis vegna kaupmála). 

Hvort um sig ber ábyrgð á eigin skuldum. 

Ef skuldir eru sameiginlegar, til dæmis yfirdráttur á sameiginlegum bankareikningi, skuld á sameiginlegu greiðslukorti, eða annað, tekur hvort á sig helming skuldar.

Ef hjón eiga saman barn undir 18 ára aldri þarf að liggja fyrir samkomulag um forsjá svo sýslumaður geti gefið út leyfi til skilnaðar að borði og sæng. 

Ef ekki næst samkomulag um forsjá barns / barna þarf að leggja fram staðfestingu á því að annað hvort hjóna hafi höfðað forsjármál fyrir dómi áður en sýslumaður getur gefið út áðurnefnt leyfi. 

Sjá nánari upplýsingar á www.syslumenn.is

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar