Allir þeir sem eru skattskyldir á Íslandi þurfa að skila inn skattframtali á hverju ári, venjulega í marsmánuði. 
Þar skal telja fram heildarlaun ársins á undan, ásamt skuldum og eignum.

  • Ef greitt hefur verið of mikið eða of lítið í skatt er það leiðrétt í júlí sama ár og skattframtali er skilað. Sá sem hefur greitt minna en honum er skylt þarf að greiða það sem upp á vantar og sá sem hefur greitt meira en honum ber fær mismuninn endurgreiddan.
  • Talið er fram rafrænt á netinu (www.skattur.is) og er veflykill (aðgangsorð og lykilorð að vefsíðunni) sendur á lögheimili allra skattgreiðenda, 16 ára og eldri. Sé skattframtali ekki skilað áætlar skattstjóri tekjur og álögð gjöld eru reiknuð samkvæmt því.

Á vef Ríkisskattstjóra er að finna upplýsingar um skattgreiðslur, skattlagningu og fleira á  ensku

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar