Mikilvægt að muna þegar byrjað er í nýrri vinnu:

  • Launamaður upplýsir launagreiðanda sinn um hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall.
  • Auk þess þarf launamaður að tilgreina í hvaða skattþrepi reikna á skatt hans af, ef ekki í því lægsta.
  • Ef launamaður á uppsafnaðan persónuafslátt eða vill nýta persónuafslátt maka upplýsir hann launagreiðanda um það.
  •  Launamaður getur fengið upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is.
  • Sé þess óskað getur launamaður sótt þangað yfirlit yfir nýttan persónuafslátt á tekjuárinu til að framvísa hjá launagreiðanda.
  • Allir sem vinna á Íslandi eru skattskyldir.
  • Skattur af tekjum einstaklinga skiptist í tekjuskatt til ríkisins annars vegar og útsvar sem rennur til sveitarfélags hins vegar.
  • Tekjuskattur er þrepaskiptur og fer skatthlutfallið eftir tekjum launþega. Á vefsíðu Ríkisskattstjóra (www.rsk.is) er að finna upplýsingar um staðgreiðslu skatta miðað við upphæð tekna.
  • Greiddir skattar koma fram á launaseðli. Nauðsynlegt er að varðveita launaseðla til að sanna að skattar hafi verið greiddir.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar