EnglishPolishIcelandic

Sérfræðingur óskast

Fjölmenningarsetur auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum flóttafólks. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er 100%.

 

Fjölmenningarsetur tekur þátt í mótun og þróun reynsluverkefnis um samræmda móttöku flóttafólks í samvinnu við félagsmálaráðuneyti, sveitarfélög og Vinnumálastofnun. Um er að ræða verkefni til eins árs og verður reynslan nýtt til þess að meta og bæta verkferla vegna innleiðingar samræmds móttökukerfis fyrir flóttafólk á Íslandi. Þetta er því einstakt tækifæri til að starfa í frjóu umhverfi sérfræðinga og taka þátt í mótun á vinnulagi í málaflokknum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

 • Þátttaka í mótun og þróun reynsluverkefnisins um samræmda móttöku flóttafólks.
 • Veita sveitarfélögum leiðbeiningar og ráðgjöf vegna móttöku flóttafólks.
 • Veita faglega ráðgjöf við gerð einstaklingsbundinna áætlana.
 • Viðtöl, undirbúningur og fræðsla um samræmda móttöku til flóttafólks.
 • Þarfagreining og pörun sveitarfélaga og flóttafólks sem tekur þátt í samræmdri móttöku.
 • Halda utanum og standa fyrir samráði milli þeirra aðila sem koma að móttöku flóttafólks.

 

Hæfniskröfur

 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Menntun á sviði félagsvísinda er mikill kostur.
 • Þekking á málefnum innflytjenda og flóttafólks.
 • Reynsla af starfi með innflytjendum og flóttafólki.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  Önnur tungumálakunnátta kostur.
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.
 • Framsýni og vilji til að ná árangri.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Frekari upplýsingar má finna hér á vef  Stjórnarráðssins.

Share this post

Privacy Settings
We use cookies to enhance your experience while using our website. If you are using our Services via a browser you can restrict, block or remove cookies through your web browser settings. We also use content and scripts from third parties that may use tracking technologies. You can selectively provide your consent below to allow such third party embeds. For complete information about the cookies we use, data we collect and how we process them, please check our Privacy Policy