Ef hjón fara með forsjá barns undir 18 ára aldri þarf að leita sátta. 

Prestur eða forstöðumaður löggilts trúfélags gefur út sáttavottorð ef hjón tilheyra þjóðkirkjunni eða sama trúfélagi. 

Ef hjón eru í sitthvoru trúfélaginu, eða annað þeirra, eða bæði, eru ekki í trúfélagi er leitað sátta hjá sýslumanni eða dómara, eftir því hvar skilnaðarmálið er til meðferðar. 

Sáttavottorð mega ekki vera eldri en sex mánaða þegar sótt er um skilnað.

Ef hjón eiga ekki börn, eða ef börnin eru eldri en 18 ára, þarf ekki sáttavottorð. Í sáttavottorði kemur fram að prestur, forstöðumaður eða sýslumaður hafi reynt að sætta hjón en ekki tekist.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar