EnglishPolishIcelandic

Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara

Ríkissjóður endurgreiðir sveitarfélögum fjárhagsaðstoð vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara, sem hafa átt lögheimili á Íslandi í tvö ár eða skemur eða eru án lögheimilis og í sérstökum aðstæðum hér á landi. Endurgreiðslan á sér stað á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. einnig reglur nr. 520/2021.

 

Erlendir ríkisborgarar, án lögheimilis, sem falla undir reglurnar og telja sig ekki eiga möguleika á að fara úr landi eða framfleyta sér hér á landi án aðstoðar íslenskra stjórnvalda geta snúið sér til félagsþjónustunnar í dvalarsveitarfélagi og óskað eftir fjárhagsaðstoð. Félagsþjónustan metur þörf á aðstoð og kannar einnig möguleika á aðstoð frá ríkisfangslandi eða tengslaneti sbr. 5. gr. reglnanna. Að því loknu er möguleiki á að sækja um vilyrði fyrir endurgreiðslu úr ríkissjóði til Fjölmenningarseturs. Stofnunin leggur mat á umsókn og veitir sveitarfélagi ráðgjöf og leiðbeiningar um vinnslu máls, eftir atvikum. Umsókn um endurgreiðslu er samþykkt sé skilyrðum í reglum fullnægt.

Umsókn um endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara

Aðgangur að eyðublaðinu fæst með því að skrá sig inn í þjónustugáttina hér að neðan með rafrænum skilríkjum.

Privacy Settings
We use cookies to enhance your experience while using our website. If you are using our Services via a browser you can restrict, block or remove cookies through your web browser settings. We also use content and scripts from third parties that may use tracking technologies. You can selectively provide your consent below to allow such third party embeds. For complete information about the cookies we use, data we collect and how we process them, please check our Privacy Policy