Réttur á túlkun

  • Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga, á sjúklingur sem ekki talar íslensku rétt á túlkun á upplýsingum um heilsufar, fyrirhugaða meðferð og önnur hugsanleg úrræði. Sé þörf á túlki þarf að taka það fram þegar tími er pantaður hjá lækni á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi. Það er viðkomandi stofnun sem ákveður hvort hún greiði fyrir túlkaþjónustu. Sjá nánari upplýsingar um verklagsreglur varðandi túlkaþjónustu Landspítala háskólasjúkrahúss hér
  • Þeir sem ekki tala íslensku eða hafa ekki náð fullu valdi á málinu eiga samkvæmt lögum rétt á að fá túlk endurgjaldslaust í dómsmálum.
  • Í mörgum tilfellum er fenginn túlkur til að túlka samskipti hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélögum, lögreglunni og fyrirtækjum.
  • Í leikskólum og grunnskólum eru túlkar oft fengnir til aðstoðar, til að mynda í foreldraviðtölum, og sér viðkomandi stofnun um að panta túlk og greiða fyrir þjónustuna. Hið sama gildir þegar túlka þarf samskipti við félagsþjónustu.
  • Túlkar eru ekki alltaf einstaklingum að kostnaðarlausu og er því ráðlagt að athuga stefnu hverrar stofnunar eða fyrirtækis varðandi greiðslu fyrir túlkun.
  • Ef óskað er eftir túlki þarf að koma fram hvaða tungumál viðkomandi talar því ekki nægir alltaf að skrá upprunaland.
  • Einstaklingur á í flestum tilfellum rétt á að hafna þjónustu túlks.
  • Túlkur er bundinn þagnarskyldu við störf sín.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar