Unnið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Háskólasetur Vestfjarða. Verkefnið er styrkt af Progress-áætlun Evrópusambandsins í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneytið

12.2.2010 Rafþing – Hvaðan ertu og hverra manna?

Félags- og tryggingamálaráðuneytið Evrópusambandið Mannrettindaskrifstofa_Islands Haskolasetur_Vestfjarda

Markmiðið með verkefninu er að skapa umræðu um þau hugtök og orð sem við notum yfir fólk af erlendum uppruna, hvort við á annað borð þurfum þessi hugtök, og ef svo er, að þau sem þurfa að bera orðin verði sátt við skilgreininguna. Ekki er síður mikilvægt að þeir sem þurfa að nota orðin verði öruggari um að þeir séu að nota ,,rétta” orðið með virðingu fyrir þeim sem um er rætt.

Rafþingið er í raun málþing með óhefðbundnu sniði. Í stað þess að halda hefðbundið málþing á tilteknum stað einn dagspart, var brugðið á það ráð að útbúa vandaðar myndbandsupptökur með stuttum (2-6 mín) innleggjum tólf aðila um þessi orð og hugtök.

Ástæðan fyrir rafþingi er sú að með þessu móti gefst fleirum kostur á að taka þátt og leggja orð í belg, þótt það sé aðeins í formi athugasemda á vefnum. Myndbandsupptökur þátttakenda eru auk þess alltaf aðgengilegar og þannig getur málþingið verið lifandi vettvangur lengur en ella.

Spurningarnar sem þátttakendur voru beðnir um að hafa til hliðsjónar voru m.a. hvort skilgreina þurfi fólk út frá uppruna og menningu, hvaða orð eru best að nota og afhverju, og að lokum, hver/hvernig á að ákveða hvaða orð eru notuð.

Þeir sem vilja leggja orð í belg geta farið inn á facebook-síðu rafþingsins (www.facebook.com/pages/Rafbing-Fjolmenningarseturs-Hver-ertu-og-hverra-manna/296748107226?ref=ts) og skilið eftir athugasemd.

Fyrirlesarar

Katrin_JakobsdottirKatrín Jakobsdóttir

Andri_Snar_Magnason

Andri Snær Magnason

Matthew_Whelpton

Matthew Whelpton

Audur_Jonsdottir

Auður Jónsdóttir

Stanislaw_BartoszekStanislaw Bartoszek

Tatjana Latinovic_Tatjana Latinovic

Iris_Bjorg_KristjansdottirÍris Björg Kristjánsdóttir

Andrea_Sompit_SiengboonAndrea Sompit

Hallfridur_Torarinsdottir

Hallfríður Þórarinsdóttir

Anh-Dao_Tran

Anh-Dao Tran

Helga Ólafsdóttir_

Helga Ólafs.

Peter Weiss

Peter Weiss

(Hljóðskrá – mp3)

Verkefnið var unnið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Háskólasetur Vestfjarða. 7G 7 Generations sá um framkvæmd, upptökur og eftirvinnslu. Verkefnið var styrkt af Progress-áætlun Evrópusambandsins í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Efnisvalmynd