Fimmtudaginn 2. maí nk. kl. 13.00 – 16.30  verður ráðstefna á Grand hótel í Reykjavík um stöðu og þarfir fatlaðra barna með innflyjenda-bakgrunn og þjónustu við þau.

Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir ráðstefnunni í samstarfi við margar stofnanir, félög og samtök sem láta sig mál fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn sérstaklega varða.

Á ráðstefnunni verða flutt mörg mjög áhugaverð erindi til að varpa ljósi á stöðu fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn í íslensku samfélagi,

Hverjar eru aðstæður þeirra og þarfir, hvernig er þjónustu við þau háttað og hvað má gera til að tryggja að hún komi sem best til móts við þarfir barnanna?

Virtur norskur fræðimaður á þessu sviði Berit Berg, félagsfræðingur, mun flytja erindi á ráðstefnunni.

Kynntar verða fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem byggir á viðtölum við foreldra fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn,  auk þess sem mæður með slíkan bakgrunn verða meðal fyrirlesara.

Fagfólk og aðrir sem koma að þjónustu og töku ákvarðana varðandi fötluð börn með innflytjenda-bakgrunn og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að taka daginn strax frá til að missa alls ekki af þessari mikilvægu ráðstefnu.

 

Nánari dagskrá og upplýsingar varðandi skráningu birtar síðar.

 

Ekkert gjald er á ráðstefnuna.