Á Íslandi er boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir innflytjendur um allt land. Þjónustan er meðal annars fólgin í upplýsingagjöf, túlkaþjónustu, þýðingarþjónustu, lögfræðiþjónustu, íslenskukennslu, félagsráðgjöf og námsráðgjöf.

Fjölmenningarsetur

Árnagötu 2–4

400 Ísafirði

Sími: (+354) 450-3090

Netfang: info@mcc.is

Veffang: www.mcc.is

Meginhlutverk Fjölmenningarseturs er að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur. Áhersla er lögð á að fólk geti nýtt sér aðstoðina óháð búsetu. Hjá Fjölmenningarsetri er hægt er að leita aðstoðar og upplýsinga varðandi réttindi og skyldur innflytjenda sem og hversdagslega hluti. Samskiptin eru bundin trúnaði.

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða (kort)

Laugavegur 77 101 Reykjavík

Sími: (+354) 411-1600 Fax: 411 1699

Netfang: vmh@reykjavik.is

Þjónustumiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00

Hlutverk þjónustumiðstöðvarinnar er að veita þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu til einstaklinga og fjölskyldna í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, daggæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og aðra faglega þjónustu til stofnana og félagasamtaka í hverfunum.  Þjónustumiðstöðin er þekkingarstöð í fjölmenningu og margbreytileika og hefur á að skipa starfsfólki sem er sérhæft í málefnum útlendinga og utangarðsfólks. Við þjónustumiðstöðina starfa um 420 manns.

Alþjóðastofan á  Akureyri (kort)

Ráðhúsinu á Akureyri, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Sími: (+354) 460-1095

Netfang: astofan@akureyri.is

Veffang: www.akureyri.is/english/aic/

Alþjóðastofan á  Akureyri er málsvari innflytjenda og vettvangur fyrir málefni þeirra.
Starfsemi Alþjóðastofu byggir á upplýsingaþjónustu, ráðgjöf og fræðslu við innflytjendur og aðstoð við að útvega túlka. Einnig að sjá um almenna fræðslu um málefni innflytjenda í fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna hér (http://www.akureyri.is/rosenborg/nybuar/).

InterCultural Iceland (kort)

Síðumúli 1

108 Reykjavík

Sími (+354) 517-9345

Netfang: ici@ici.is

Veffang: www.ici.is

InterCultural Iceland heldur úti fræðslu í tengslum við fjölmenningarlegt samfélag, býður upp á túlkaþjónustu og veitir faglega ráðgjöf varðandi málefni innflytjenda og um íslenskt samfélag og fleira sem viðkemur aðlögun þess.

Jafnréttishús (kort)

Strandgötu 25

220 Hafnarfjörður

Símar: (+ 354) 5340107 / (+354) 5340109

Netfang: jafn@jafn.is

Veffang: www.jafn.is

Jafnréttishús var stofnað í apríl 2008 með það að markmiði að auðvelda aðlögun að íslensku samfélagi.
Jafnréttishús tekur þátt í margskonar námskeiðahaldi og býður upp á ráðgjafarþjónustu fyrir innflytjendur og Íslendinga.

Mannréttindaskrifstofa Íslands (kort)

Túngata 14 101 Reykjavík

Sími: (+354) 552-2720

netfang: info@mannrettindi.is

Veffang: www.humanrights.is

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins.
Skrifstofan er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi.
Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki en hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins.
Skrifstofan kemur fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi.

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar

Ráðhúsi Reykjavíkur

Sími: (+354) 411 4153

Netfang: mannrettindi@reykjavik.is

Helstu verkefni mannréttindaskrifstofu eru meðal annars:

  • vinna, ásamt mannréttindaráði, að framkvæmdaáætlun mannréttindamála;
  • fylgja eftir ákvörðunum mannréttindaráðs;
  • efla samráð innan borgarinnar í þeim málum sem stefnan nær til; 
  • eiga samvinnu við félög og önnur sveitarfélög í málum sem stefnan nær til; 
  • eiga samráð við tilnefnda mannréttindafulltrúa á sviðunum;
  • efla samráð í málaflokknum innan borgarinnar;
  • eiga frumkvæði að verkefnum;
  • standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.

Rauði kross Íslands (kort)

Efstaleiti 9

103 Reykjavík

Sími: (+354) 570-4000

Netfang: central@redcross.is

Veffang: www.redcross.is

Eitt af áhersluverkefnum Rauða kross Íslands (RKÍ) er að vinna að málefnum innflytjenda. Lögð er áhersla á að áhrif fólks af erlendum uppruna verði efld með því að auka hlut innflytjenda í stjórnum innan félagsins og fjölga þeim í hópi sjálfboðaliða.
Helstu áherslur eru að hvetja deildir félagsins til að þróa verkefni sem lúta að málefnum innflytjenda á öllum aldri, sérstaklega verkefni sem stuðla að aukinni samfélagslegri þátttöku þeirra. Deildir eru nú þegar farnar að þróa og reka ný verkefni fyrir og með fólki af erlendum uppruna í því skyni að auðvelda og hraða aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.
Rauði krossinn vinnur að einnig að málefnum hælisleitenda í samvinnu við stjórnvöld og í umboði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Þá hefur Rauði kross Íslands lykilhlutverki að gegna við komu flóttamanna, sem íslenska ríkið býður hingað til lands, venjulega í 20 – 30 manna hópum.
Deildir Rauða krossins á Íslandi eru 50 talsins og eru dreifðar um allt landið.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef RKÍ.
Hjálparsími Rauða krossins 1717

Önnur Þjónusta

Kvennaráðgjöfin (kort)

Túngötu 14

101 Reykjavík

Sími (+354) 552-1500

Kvennaráðgjöfin veitir ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf. Megintilgangur starfseminnar er að veita konum ráðgjöf og stuðning en einnig er Kvennaráðgjöfin opin körlum. Opnunartímar eru á þriðjudögum, milli klukkan 20:00-22:00, og á fimmtudögum milli klukkan 14:00-16:00. Bæði er hægt að hringja og koma við á Túngötu 14.

Lögmannavaktin (kort)

Álftamýri 9 108 Reykjavík

Sími: (+354) 568-5620

Ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning hjá Lögmannafélaginu, alla þriðjudagseftirmiðdaga. Fólk af landsbyggðinni getur fengið ráðgjöf í síma en fólk á höfuðborgarsvæðinu þarf að panta tíma.
Á vef Lögmannafélagsins má finna lögmenn sem veita þjónustu á ensku, dönsku, frönsku, íslensku, ítölsku, norsku, spænsku, sænsku og þýsku. Einnig eyðublöð á dönsku, ensku, frönsku, íslensku, serbnesku/króatísku, spænsku, pólsku, taílensku og þýsku.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar