Skipti á erlendu ökuskírteini fyrir íslenskt ökuskírteini

Við dvöl hér á landi um stundarsakir gilda erlend ökuskírteini almennt. Meginreglan er hins vegar sú að sá sem hefur fasta búsetu á Íslandi (yfirleitt lögheimili) verður að hafa íslenskt ökuskírteini. Undanþágur frá þeirri reglu eru sem hér segir:

 • Ökuskírteini sem gefið er út Færeyjum eða ríkjum sem eru aðilar að EES veitir handhafa þess sömu réttindi og hann hefur samkvæmt ökuskírteininu í útgáfulandinu. Réttindin miða við gildistíma ökuskírteinisins, en þó ekki lengur en til sjötugs.
 • Ökuskírteini sem gefið er út í ríki sem ekki er aðili að EES veitir handhafa þess rétt til að stjórna ökutæki á Íslandi í allt að einn mánuð eftir að hann fær lögheimilisskráningu hér á landi. Að þeim tíma loknum verður viðkomandi að hafa íslenskt ökuskírteini.
 •  

Skipti á erlendum ökuskírteinum

Einstaklingar sem hafa fasta búsetu á Íslandi (yfirleitt lögheimili) geta fengið útgefið íslenskt ökuskírteini í stað þess erlenda. Umsókn um skipti á ökuskírteini í samsvarandi íslenskt má afhenda sýslumanni eða lögreglustjóra, óháð því hvar umsækjandi hefur búsetu, að því gefnu að hann hafi fasta búsetu á Íslandi.

Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hjá sýslumönnum og lögreglustjórum utan Reykjavíkur. Í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu má nálgast umsóknareyðublað hjá sýslumönnunum í Kópavogi og Hafnarfirði.

 Sjá vef sýslumanna

Upplýsingar um umsókn

 • Ríkisborgarar ríkja sem ekki eiga aðild að EES verða í flestum tilfellum að leggja fram heilbrigðisyfirlýsingu eða læknisvottorð, eftir því sem við á, og gangast undir hæfnispróf. Þá er heimilt að krefjast þess að ríkisborgarar utan EES leggi fram dvalarleyfi eða dvalarleyfiskort samhliða umsókn sinni um íslenskt ökuskírteini.
 • Ef ökuskírteinið var gefið út í Færeyjum eða EES-ríki er íslenskt ökuskírteini að jafnaði gefið út án þess að umækjandi þurfi að gangast undir hæfnispróf eða leggja fram heilbrigðisyfirlýsingu eða læknisvottorð.
 • Sá sem fær útgefið íslenskt ökuskírteini á grundvelli erlends ökuskírteinis verður að afhenda erlenda ökuskírteinið þegar umsókn um íslenskt ökuskírteini er lögð fram.
 • Í flestum tilfellum er það svo að engum er heimilt að hafa ökuskírteini frá fleiru en einu ríki sem er aðili að EES.
 • Umsókn um skipti á erlendu ökuskírteini skal fylgja:
  • Ljósmynd (35 x 45 mm) af umsækjanda.
  • Erlent ökuskírteini.
  • Heilbrigðisyfirlýsing eða eftir atvikum læknisvottorð, sé erlent ökuskírteini ekki gefið út í Færeyjum eða ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar