Lögheimili

Allir sem dvelja eða ætla að dvelja á Íslandi í sex mánuði eða lengur skulu samkvæmt lögum eiga lögheimili hér á landi.

Réttur til opinberrar þjónustu og aðstoðar er yfirleitt háður því að viðkomandi sé með skráð lögheimili og því er ráðlegt að lögheimili sé skráð hið fyrsta, ef einstaklingur hyggur á búsetu á Íslandi.

Uppfylla þarf skilyrði um framfærslu svo unnt sé að skrá lögheimili í þjóðskrá.

  • Lögheimili verður að vera í húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá. Ekki er hægt að skrá lögheimili á gistihúsi, sjúkrahúsi, í verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði af því tagi.
  • Aðeins er hægt að eiga lögheimili á einum stað.
  • Allir sem hafa fengið lögheimili eru skráðir í þjóðskrá.
  • Starfsfólk Þjóðskrár Íslands veitir upplýsingar um hvort einstaklingar séu skráðir með lögheimili á Íslandi.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar