• Í sumum sveitarfélögum er hægt að sækja um leikskólapláss þegar barnið fæðist en hjá flestum sveitarfélögum gilda aldurstakmörk.
  • Umsóknareyðublöð og móttaka á umsóknum um leikskólavist er í öllum leikskólum, á þjónustumiðstöðvum og á flestum skrifstofum sveitarfélaga.
  • Hjá sumum sveitarfélögum er hægt að sækja um leikskóladvöl á vefjum þeirra.

  • Foreldrar sækja um leikskóladvöl fyrir barn sitt í því sveitarfélagi þar sem barnið er skráð með lögheimili.

  • Einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar fá ákveðinn afslátt af leikskólagjaldi. Þá er einnig veittur systkinaafsláttur ef fleira en eitt barn er á leikskóla.
  • Fötluð börn eiga rétt á leikskóladvöl samkvæmt lögum. Hana á að veita á almennum leikskólum með nauðsynlegri stuðningsþjónustu eða á sérhæfðum deildum.
  • Leikskólinn á að leggja grunn að íslenskukunnáttu barna sem tala annað móðurmál en íslensku og kynna þeim íslenskt samfélag.
  • Biðlistar eru á mörgum leikskólum og geta því foreldrar og barn þeirra þurft að bíða eftir plássi í einhvern tíma. Oftast raðast börn á biðlista eftir aldri, þau elstu fyrst.
  • Algengast er að börn sæki leikskóla frá 18 mánaða aldri þar til þau hefja nám í grunnskóla. Börn dvelja allt frá fjórum klukkutímum upp í níu klukkutíma, alla virka daga á leikskólum.
  • Þegar barn byrjar í leikskóla er gerður samningur milli leikskólans og foreldrisins. Það er hægt að segja samningnum upp með eins mánaðar fyrirvara.
  • Leikskólar eru ýmist reknir af sveitarfélögum, einkareknir eða einkareknir með þjónustusamningi við sveitarfélagið.
Í flestum sveitarfélögum þarf að borga ákveðið gjald fyrir leikskóladvölina.
Gjaldið þarf að borga 11 mánuði á ári en gert er ráð fyrir að barn taki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar