EnglishPolishIcelandic

Við leitum að sérfræðingi

Fjölmenningarsetrið auglýsir nú stöðu sérfræðings á sviði innflytjenda- og flóttamannamála lausa til umsóknar. Við erum að stækka hópinn okkar sem vinnur með samræmda móttöku flóttafólks á skrifstofu okkar í Reykjavík.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð í þessu starfi eru:

 • Þátttaka í þróun áætlunar okkar um samræmda móttöku flóttamanna.
 • Veita sveitarfélögum leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi móttöku flóttafólks.
 • Að veita félagsráðgjöfum og öðru fagfólki í sveitarfélögum faglega ráðgjöf við gerð einstaklingsbundinna stuðningsáætlana fyrir flóttafólk.
 • Taka þátt í viðtölum, undirbúningi og fræðslu varðandi samræmda móttöku fyrir flóttafólk sem kemur til landsins.
 • Þarfagreining og aðstoð við pörun sveitarfélaga og flóttamanna sem taka þátt í samræmdum móttökum.
 • Stjórna og hafa samráð milli allra aðila sem koma að móttöku flóttamanna á ýmsum stigum stjórnvalda og samfélagsins.

 

Þetta er mikilvæg staða sem krefst einstaklings með ákveðna hæfileika, reynslu og menntun.

 

Eftirfarandi eru hæfniskröfur sem viðkomandi þarf að standast:

 • Háskólamenntun sem nýtist vel á þessu starfssviði. Menntun á félagsvísindasviði er mikill kostur.
 • Þekking á málefnum innflytjenda og flóttamanna er æskileg.
 • Reynsla af starfi með innflytjendum og flóttamönnum.
 • Viðunandi íslensku- og enskukunnátta. Aukin tungumálakunnátta er mikill kostur.
 • Framúrskarandi mannleg færni og samskiptahæfni.
 • Metnaður, skipulagshæfileiki, tillitssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Reynsla af teymisvinnu er skilyrði.
 • Reynsla og þekking á stjórnarháttum og stjórnsýslu er æskileg.

 

Fjölmenningarsetrið styðst við sanngjarnt ráðningarferli sem eru byggir á mati á verðleikum og án mismununar. Áhugasamir og hæfir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð aldri, kynþætti, kyni, trúarbrögðum, hjúskaparstöðu og fjölskylduábyrgð eða fötlun. Ef þú vilt sækja um verður umsókn þinni að fylgja afrit af öllum háskólagráðum eða prófskírteinum, ítarlegt ferilskrá og kynningarbréf þar sem útskýrð er ástæða umsóknar þinnar og hvernig þú uppfyllir hæfniskröfur.

 

Allir áhugasamir og hæfir einstaklingar geta sótt um hér á netinu: Umsóknarsnið er eingöngu á íslensku.

 

Frekari fyrirspurnir má beina til Nichole Liegh Mosty, forstöðumanns Fjölmenningarseturs á nichole.l.mosty@mcc.is

Deila þessari færslu

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna