EnglishPolishIcelandic

Réttur til túlkunar

  • Sem innflytjandi getur þú þurft aðstoð túlka.
  • Innflytjendur eiga rétt á að fá túlk til heilsugæslu, þegar þeir hafa samband við lögreglu og fyrir dómstólum.
  • Viðkomandi stofnun á að borga fyrir túlkinn.
  • Þú þarft að biðja um túlk sjálfur með fyrirvara. Ekki vera hræddur við að segja að þú þurfir þjónustuna. Það er þinn réttur.
  • Túlka gæti líka verið þörf á öðrum tækifærum, td þegar fjallað er um hluti sem tengjast skólum og ýmsum þjónustumiðstöðvum.

Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga eiga sjúklingar sem ekki tala íslensku rétt á túlkun á upplýsingum um heilsufar sitt, fyrirhugaðar meðferðir og önnur möguleg úrræði. Ef þig vantar túlk ættirðu að gefa það til kynna þegar þú pantar tíma hjá lækni á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi. Viðkomandi heilsugæslustöð eða sjúkrahús mun ákveða hvort það greiði fyrir þjónustu túlksins eða ekki.

 

Þeir sem ekki tala íslensku eða hafa ekki náð tungumálinu vel, eiga samkvæmt lögum rétt á ókeypis túlkun í dómsmálum.

 

Í mörgum tilfellum er ráðinn túlkur til að túlka samskipti við félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélög, lögreglu og í fyrirtækjum.

 

Aðstoð túlka fæst oft í leikskólum og grunnskólum, t.d. vegna foreldraviðtala. Viðkomandi stofnun ber almennt ábyrgð á því að bóka túlk og greiða fyrir þjónustuna. Sama gildir þegar félagsþjónusta krefst túlkunar á samskiptum.

 

Túlkar eru ekki alltaf gjaldfrjálsir fyrir einstaklinginn og því er gott að athuga stefnu hverrar stofnunar eða fyrirtækis varðandi greiðslu fyrir túlkun. Þegar beðið er um þjónustu túlks verður að koma fram tungumál viðkomandi þar sem það er ekki alltaf nóg að tilgreina upprunaland.

 

Einstaklingar eiga rétt á að hafna þjónustu túlks.

 

Túlkar eru bundnir trúnaði í störfum sínum.

Sambúð

Fólk sem býr í óvígðri sambúð hefur engar skyldur gagnvart hvert öðru og er ekki löglegur erfingi hvers annars. Hægt er að skrá sambúðina hjá Þjóðskrá.

 

Hvort sambúð er skráð eða ekki getur haft áhrif á réttindi viðkomandi fólks. Þegar sambúð er skráð öðlast aðilar að mörgu leyti skýrari stöðu fyrir lögum en þeir sem ekki er skráð í sambúð. Þau njóta hins vegar ekki sömu réttinda og hjón.

 

Félagsleg réttindi sambýlisfólks eru oft háð því hvort þau eiga börn eða ekki, hversu lengi þau hafa verið í sambúð og hvort sambúð þeirra er skráð í þjóðskrá eða ekki.

Skilnaður

Hvor tveggja maka getur farið fram á skilnað, hvort sem hinn makinn vill skilnað eða ekki. Fyrsta skrefið er venjulega að heimila skilnað að borði og sæng og síðan er fullur lögskilnaður eftir eitt ár. Þó má heimila lögskilnað eftir hálft ár ef bæði hjónin eru sammála um að sækja um lögskilnað þá.

 

Ef maki verður uppvís að framhjáhaldi eða hann hefur beitt maka sinn eða börn sem búa á heimilinu, líkamlegu ofbeldi eða kynferðisofbeldi, má óska ​​eftir tafarlausum skilnaði.

 

Upplýsingar um forsjá, gjafsókn og umgengnisrétt er að finna í bæklingnum Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna