EnglishPolishIcelandic

Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs

Vissir þú að vegna COVID-19 er hægt að sækja um styrk til þess sveitarfélags sem þú átt heima í fyrir íþrótta- og tómstundastarfi barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, voru að meðaltali lægri en 740,000 kr. á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020.

 

Þú getur notað íþrótta- og tómstundastyrkina til þess að niðurgreiða þátttökugjöld barna vegna íþróttaiðkunar eins og fótbolta, körfubolta, fimleika eða annarra íþrótta en einnig vegna tónlistarnáms eða annarra tómstunda en þú finnur upplýsingar hjá þínu sveitarfélagi um hvernig er hægt að ráðstafa styrknum.

Styrkurinn er 45,000 kr fyrir hvert barn

Áður en sótt er um styrkinn hjá þínu sveitarfélagi þarf að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það gerir þú með því að skrá þig inn á island.is með rafrænum skilríkjum og er þar hægt að sækja upplýsingarnar til skattayfirvalda. Gögn eru til á íslensku, ensku og pólsku. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) í gegnum island.is.

 

Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á að sækja um styrk færð þú nánari upplýsingar um næstu skref á island.is. Ef þú færð svar um að þú eigir ekki rétt á styrk færð þú upplýsingar um hvert hægt sé að leita ef þú ert með athugasemdir við niðurstöðuna eða fyrir fyrirspurnir.  

 

  • Hægt er að sækja um styrki til 15. apríl 2021.
  • Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.

 

Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna og fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi:

 

  • hvaða íþrótta- og tómstundastarf fellur undir styrkina,
  • hvaða gögnum beri að skila með umsókn,
  • afgreiðslutíma umsókna.

 

Fyrirspurnum varðandi styrkina beinir þú til þíns sveitarfélags.

 

Þú getur opnað island.is hér til að komast að því hvort þú átt rétt á styrk fyrir barnið þitt.

Meðferð persónuupplýsinga

Í þeim tilgangi að meta hvort þú fallir undir tekjuviðmiðið og eigir rétt á styrk, eða ekki, er unnið með eftirfarandi persónuupplýsingar: nöfn og kennitölur heimilismanna, lögheimili,fjölskyldunúmerauk upplýsinga um tekjur heimilismanna á tímabilinu mars-júlí 2020. Þegar skattayfirvöld hafa fengið rafrænt undirritað umboð frá þér um að sækja megi upplýsingar um tekjur er þeim upplýsingum miðlað til island.is. Þitt sveitarfélag hefur einnig aðgang að framangreindum upplýsingum inni á island.is.

 

Vinnsla persónuupplýsinga og varðveisla þeirra í tengslum við umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk er á ábyrgð island.is. Vinnsla persónuupplýsinga vegna reksturs island.is er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Lindargötu 7, 101 Reykjavík.

 

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá ráðuneytum, þar á meðal hversu lengi slíkar upplýsingar eru geymdar og réttindi þín, er að finna í persónuverndarstefnu þeirra á https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga

 

Athugið að ofangreindar upplýsingar eiga aðeins við um island.is; aðrar reglur um meðferð persónuupplýsinga gilda þegar kemur að umsóknarferlinu hjá sveitarfélaginu þínu.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna