EnglishPolishIcelandic

Sigrún Erla Egilsdóttir hefur gengið til liðs við Fjölmenningarsetur

Fjölmenningarsetrið tilkynnir með ánægju að Sigrún Erla Egilsdóttir hefur gengið til liðs við stofnunina. Sigrún Erla hefur víðtæka reynslu af starfi með innflytjendum og flóttafólki.
 
Sigrún Erla er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið viðbótarnámi í alþjóðlegum fólksflutningafræðum frá Georgetown University.
 
Sigrún Erla starfaði áður sem teymisstjóri og verkefnastjóri í málefnum flóttafólks og innflytjenda hjá Rauða krossinum á Íslandi. Hún hefur komið að mótun og þróun ýmissa verkefna sem miða að valdeflingu, að byggja brýr milli einstaklinga af ólíkum uppruna og gagnkvæmri aðlögun í íslensku samfélagi.


Fjölmenningarsetur og starfsfólk þess bjóða Sigrúnu Erlu velkomna í hópinn.

Deila þessari færslu

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna