Fjölmenningarsetrið tilkynnir með ánægju að Sigrún Erla Egilsdóttir hefur gengið til liðs við stofnunina. Sigrún Erla hefur víðtæka reynslu af starfi með innflytjendum og flóttafólki.
Sigrún Erla er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið viðbótarnámi í alþjóðlegum fólksflutningafræðum frá Georgetown University.
Sigrún Erla starfaði áður sem teymisstjóri og verkefnastjóri í málefnum flóttafólks og innflytjenda hjá Rauða krossinum á Íslandi. Hún hefur komið að mótun og þróun ýmissa verkefna sem miða að valdeflingu, að byggja brýr milli einstaklinga af ólíkum uppruna og gagnkvæmri aðlögun í íslensku samfélagi.
Fjölmenningarsetur og starfsfólk þess bjóða Sigrúnu Erlu velkomna í hópinn.