EnglishPolishIcelandic

Ný móttökumiðstöð opnuð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Nýlega var sérstök móttökumiðstöð opnuð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd geta fengið alla þá helstu þjónustu sem nauðsynleg er eftir komuna til landsins. Hún er staðsett á Egilsgötu 3 í Reykjavík.

 

Móttökumiðstöðin er ný þjónusta sem miðar fyrst og fremst að því að sinna þörfum umsækjendans. Þar koma saman ólíkar stofnanir sem allar vinna saman með það að markmiði að þjónusta umsækjendur á sem bestan hátt og veita þeim skjóta og skilvirka þjónustu við komuna.

 

Í móttökumiðstöðinni mun lögreglan sjá um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrsta dvalarstað og þegar um er að ræða umsækjendur frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrsta heilbrigðiseftirlit og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanlegt búsetuúrræði og sér einnig um samskipti við umsækjendur sem fengið hafa vernd í bráðabirgðahúsnæði.

 

Móttökumiðstöðin var formlega opnuð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „Opnun móttökumiðstöðvarinnar í dag er stórt og mikilvægt skref í þjónustu við fólk á flótta. Ég bind miklar vonir við að reynsla, þekking og samvinna allra þessara aðila þvert á stjórnkerfið, sem nú eru undir sama þaki, eigi eftir að skila okkur betri og öflugri þjónustu við hóp fólks í viðkvæmri stöðu.“

Deila þessari færslu

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna