EnglishPolishIcelandic

Hreyfanleiki og þverþjóðlegt Ísland

Út er komin bók sem sýnir þau mismunandi áhrif sem hreyfanleiki og fjölþjóðahyggja hafa haft á Ísland. Hún nær yfir breitt svið rannsókna í mismunandi greinum og frá ýmsum sjónarhornum. Heiti bókarinnar er Mobility and Transnational Iceland - Current Transformations and Global Entanglements og hana má finna hér.

 

Útdráttur bókar:
Ísland hefur í auknum mæli flækst í þétt net ýmiss hreyfanleika, sem hefur leitt til fjölþjóplegra eðlis íslensks samfélags. Þetta þýðir að Ísland verður fyrir áhrifum alskyns samskipta og flæðis hugmynda, fjármagns, hluta og fólks: brottflutningur, aðflutningur; sem tengist erlendu vinnuafli, flóttamönnum, mansali, viðskiptaferðum, fræðslu- og menningarmálum og ferðaþjónustu. Þetta ritrýnda bindi sameinar vísindamenn sem leggja áherslu á íslenskt samfélag út frá sjónarhóli hreyfanleika og fjölþjóðlegra tengsla. Kaflarnir eru byggðir á þverfaglegum rannsóknum sem koma fram á mismunandi vegu og draga fram flókin áhrif hreyfanleika og alþjóðahyggju fyrir íslenska ríkið, stofnanir, samfélag og menningu.


Bókin er afrakstur af verkefninu „Mobility and Transnational Iceland“. Þetta verkefni leitast við að örva samtal fræðimanna í félagsvísindum sem vinna að hreyfanleika og hvetja til nýrra rannsókna á mismunandi gerðum hans í tengslum við Ísland.

 

Mobilities and Transnational Iceland, er þriggja ára verkefni sem miðar að því að leiða saman vísindamenn sem rannsaka nýtilkomnar breytingar á Íslandi frá sjónarhóli hreyfanleika og fjölþjóðlegra tengsla. Verkefnið hefur verið styrkt af Rannís, rannsóknarmiðstöð Íslands. Það er staðsett við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands en þátt taka fræðimenn og aðrir akademískir samstarfsaðilar erlendis.

 

Mobilities and Transnational Iceland project

Deila þessari færslu

Deila á Facebook
Deildu á Linkedin
Deila á Twitter
Deildu með tölvupósti
Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna