EnglishPolishIcelandic

Sveitarstjórnarkosningar – Víðtækari kosningaréttur fólks af erlendum uppruna

Nú styttist í sveitarstjórnarkosningar. Nú hafa fleiri en nokkru sinni fyrr af erlendum uppruna kosningarétt hér á landi þar sem atkvæðisréttur þeirra hefur verið rýmkaður töluvert undanfarið.

 

Norrænir ríkisborgarar fá kosningarétt um leið og þeir skrá lögheimili sitt í íslensku sveitarfélagi. Aðrir erlendir ríkisborgarar fá kosningarétt eftir að hafa búið hér á landi í þrjú ár í stað fimm áður.

 

Við hvetjum þig til að skoða kosningavefinn okkar til að nálgast hagnýtar upplýsingar um komandi kosningar.

 

Til að komast að því hvort þú hafir kosningarétt og hvar þú átt að kjósa, skaltu heimsækja þessa síðu sem Þjóðskrá Íslands hefur sett upp. Þú fyllir einfaldlega inn íslensku kennitöluna þína í reitinn og ýtir á „Leita“ hnappinn.

 

Landskjörstjórn birtir opinberar upplýsingar um kosningarnar á vefsíðunni www.kosningar.is. Vefsíðan er eingöngu fáanleg á íslensku en upplýsingasíða á ensku er hér: Atkvæðagreiðslur – Leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitarstjórnarkosninga á Íslandi 14. maí 2022.

 

Landskjörstjórn hefur gefið út kosningaleiðbeiningar á íslensku, ensku og pólsku. Því er lýst hvernig atkvæðagreiðsla fer oftast fram, þar sem framboðslistar eru til að velja úr, og einnig fyrir atkvæðagreiðslu þar sem er svokölluð „óbundin kosning“, þar sem í raun er hægt að kjósa alla í sveitarfélaginu eldri en 18 ára.

 

Sækja leiðbeiningar:

Framboðslisti

Óbundin kosning

 

 

Hér að neðan má sjá fróðleg myndbönd um hvernig á að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum:

Deila þessari færslu

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna