EnglishPolishIcelandic

#Játak – Jafnréttisátak í fjölbreytileika

#JÁTAK er átak í því að hvetja framboð til komandi borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins.

 

Í byggðaráætlun stjórnvalda, sem kostar átákið, er tekið fram að mikilvægt sé að viðhalda jöfnu kynjahlutfalli í sveitarstjórnum landsins og hvetja fjölbreyttan hóp til þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Var því farið af stað með Játak sem er jafnréttisátak í fjölbreytni.

 

Vonast er til að með samstillu Játaki megi auka fjölbreytni í framboði til sveitarstjórna. Það er nauðsynlegt að sem flest kyn á fjölbreyttum aldri og með allskyns uppruna sameinist um að móta samfélagið.

 

#Játak er framtak Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytisins í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Kjósum jafnrétti í vor!

#JÁTAK

Deila þessari færslu

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna