EnglishPolishIcelandic

Að vinna á Íslandi

ATH: Til að vinna á Íslandi þurfa allir að hafa kennitölu. Ef þú ert ekki frá EES/EFTA-ríki þarftu líka að hafa búsetuleyfi Nánari upplýsingar eru hér að neðan.

 

Allir á Íslandi eru skráðir í Þjóðskrá Íslands og eru með kennitölu. Þannig að ef þú ætlar að vera lengur en þrjá mánuði þarftu að fá þessa kennitölu. Lestu um kennitölur hér.

 

 

Langtímavegabréfsáritun fyrir fólk í fjarvinnu
Fjarstarfsmaður er sá sem innir af hendi vinnu á Íslandi fyrir starfsstöð erlendis. Fjarstarfsmaður getur sótt um langtímavegabréfsáritun sem er gefin út í allt að 180 daga. Sá sem er með langtímavegabréfsáritun fær ekki úthlutað íslenskri kennitölu.

 

Það er Útlendingastofnun sem gefur út langtímavegabréfsáritanir og ítarlegar upplýsingar um ferlið má finna á vefsíðu þeirra.

Ef þú ætlar að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi og þú ert ríkisborgari lands sem er ekki aðildarríki EES / EFTA, þarft þú dvalarleyfi. Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfið.

 

Nauðsynlegt skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli vinnu er að atvinnuleyfi hafi verið veitt af Vinnumálastofnun. Almennar upplýsingar um atvinnuleyfi er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

 

Atvinnurekandi sem hyggst ráða útlending til starfa skal leggja fram umsókn um atvinnuleyfi til Útlendingastofnunar ásamt öllum nauðsynlegum fylgigögnum.

 

Nánari upplýsingar um dvalarleyfi vegna vinnu, svo sem um kröfur og skjöl sem leggja skal fram, svo og umsóknarformið, er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna