Nám á Íslandi
Ef þú ætlar að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi og ert ríkisborgari í landi sem er ekki EES/EFTA aðildarríki þarftu dvalarleyfi. Þú getur lesið meira um það hér.
Dvalarleyfi námsmanna eru veitt eftirfarandi:
- Einstaklingum sem hyggjast stunda fullt nám við háskóla á Íslandi.
- Framhaldsnemar frá erlendum háskólum í samstarfi við íslenskan háskóla.
- Skiptinemum frá viðurkenndum skiptinemasamtökum.
- Vegna starfsnáms.
- Nemendum í tækninámi og viðurkenndu vinnustaðanámi á háskólastigi.
- Útskrifuðum í atvinnuleit.
Kröfur, frekari upplýsingar um skjöl sem leggja á fram og umsóknarform er að finna á vefsíðu Útlendingastofnunar.

Mat á fyrri menntun
Að fara í gegnum ferlið við að skila inn hæfni og menntunargráðum til viðurkenningar getur bætt möguleika þína og stöðu þína á vinnumarkaði og leitt til hærri launa. Heimsæktu þennan hluta síðunnar okkar til að lesa um mat á fyrri menntun.