Aðrar ástæður fyrir flutningi til Íslands
Ef þú ætlar að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi og þú ert ríkisborgari þess lands sem er ekki aðildarríki EES / EFTA, þarft þú dvalarleyfi.
Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfið. Til viðbótar við grunnskilyrði verður dvalarleyfi sem sótt er um að vera í samræmi við tilgang dvalar umsækjanda á Íslandi.

Sérstök tengsl
Heimilt er að veita dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla umsækjanda við Ísland. Dvalarleyfi af þessum ástæðum er aðeins veitt í undantekningartilvikum og þarf að taka til athugunar í öllum tilvikum hvort umsækjandi geti fengið dvalarleyfi.
Kröfur, frekari upplýsingar um skjöl sem leggja á fram og umsóknarform er að finna á vefsíðu Útlendingastofnunar.
Au pair
Ef þú ætlar að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi og þú ert ríkisborgari þess lands sem er ekki aðildarríki EES / EFTA, þarft þú dvalarleyfi.
Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfið. Til viðbótar við grunnskilyrði verður dvalarleyfi sem sótt er um að vera í samræmi við tilgang dvalar umsækjanda á Íslandi.
Dvalarleyfi á grundvelli vistunar au-pair er fyrir einstakling á aldrinum 18-25 ára. Fæðingardagur umsækjanda gildir og umsókn sem lögð er fram fyrir 18 ára afmæli umsækjanda eða eftir 25 ára afmæli hans verður hafnað.
Kröfur, frekari upplýsingar um skjöl sem leggja á fram og umsóknarform er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.
Sjálfboðaliði
Ef þú ætlar að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi og þú ert ríkisborgari þess lands sem er ekki aðildarríki EES / EFTA, þarft þú dvalarleyfi.
Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfið. Til viðbótar við grunnskilyrði verður dvalarleyfi sem sótt er um að vera í samræmi við tilgang dvalar umsækjanda á Íslandi.
Dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða er ætlað einstaklingum eldri en 18 ára sem hyggjast starfa fyrir frjáls félagasamtök (NGO) að góðgerðar- og mannúðarmálum. Slík samtök verða að vera sjálfseignarstofnanir og undanþegin skatti. Almenna forsendan er sú að viðkomandi samtök starfi í alþjóðlegu samhengi.
Kröfur, frekari upplýsingar um skjöl sem leggja á fram og umsóknarform er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.
Trúboði
Ef þú ætlar að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi og þú ert ríkisborgari þess lands sem er ekki aðildarríki EES / EFTA, þarft þú dvalarleyfi.
Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfið. Til viðbótar við grunnskilyrði verður dvalarleyfi sem sótt er um að vera í samræmi við tilgang dvalar umsækjanda á Íslandi.
Dvalarleyfi fyrir trúboða er ætlað einstaklingum eldri en 18 sem koma til Íslands með trúarlegan tilgang fyrir trúfélag eða hina evangelisk-lútersku kirkju Íslands.
Kröfur, frekari upplýsingar um skjöl sem leggja á fram og umsóknarform er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.
Lögmætur og sérstakur tilgangur
Ef þú ætlar að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi og þú ert ríkisborgari þess lands sem er ekki aðildarríki EES / EFTA, þarft þú dvalarleyfi. Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfið.
Dvalarleyfi af lögmætum og sérstökum tilgangi er ætlað einstaklingi, 18 ára eða eldri, sem uppfyllir ekki kröfur um önnur dvalarleyfi. Leyfið er veitt í undantekningartilvikum og aðeins þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.
Kröfur, frekari upplýsingar um skjöl sem leggja á fram og umsóknarform er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.