Almennar upplýsingar (ríkisborgarar utan EES / EFTA)
Dvalarleyfi
Vegna alþjóðasamninga þurfa þeir sem eru ekki EES / EFTA ríkisborgarar að sækja um dvalarleyfi ef þeir ætla að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi. Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfið.
Vinsamlegast athugaðu hvort umsækjandi hefur leyfi til að dvelja á Íslandi meðan umsóknin er til meðferðar. Þetta er mikilvægt þar sem það getur haft áhrif á vinnslu umsóknarinnar. Hérna getur þú fundið grundvallarreglur varðandi þetta.
Afgreiðslutími umsókna um dvalarleyfi getur verið nokkrir mánuðir.
Meirihluti fyrsta sinnis umsókna er afgreiddur innan sex mánaða og stærsti hluti endurnýjunarumsókna innan þriggja mánaða, sjá stöðu í töflu hér að ofan. Það getur þó stundum tekið lengri tíma að meta hvort umsækjandi uppfylli leyfiskröfurnar.
Það eru grunnskilyrði sem eiga við um alla umsækjendur sem og sérstakar kröfur sem gilda um hvert og eitt leyfi.
Upplýsingar um grunnskilyrði er að finna á vefsíðu Útlendingastofnunar.
Til viðbótar þessum grunnkröfum verður dvalarleyfið sem sótt er um að vera í samræmi við tilgang dvalar umsækjanda á Íslandi.

Varanlegt dvalarleyfi
Varanlegt dvalarleyfi hefur í för með sér rétt til dvalar á Íslandi. Að jafnaði verður umsækjandi að hafa dvalið á Íslandi í fjögur (4) ár á grundvelli dvalarleyfis til að geta sótt um varanlegt dvalarleyfi. Í sumum tilvikum, þar sem sérstökum kröfum er fullnægt, getur umsækjandi átt rétt á varanlegu dvalarleyfi eftir styttri dvöl en fjögur (4) ár.
Kröfur, frekari upplýsingar um skjöl sem leggja á fram og umsóknarform er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.