Dvöl styttri en 3 mánuðir
Ef þú ert EES / EFTA ríkisborgari sem hyggst starfa á Íslandi skemur en 3 mánuði þarftu að hafa samband við Skattinn varðandi umsókn um kerfiskennitölu..
Aðeins opinber yfirvöld geta sótt um kennitölu fyrir erlenda ríkisborgara og umsóknum verður að skila rafrænt. Til þess að leggja fram umsókn verður hin opinbera stofnun að tilgreina sig.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu vefsíðu Þjóðskrár Íslands.
Vinsamlegast athugið að afrit af vegabréfi eða löglegum ferðaskilríkjum verður að fylgja með umsókninni og skilríkin þurfa að vera gild þegar umsóknin er lögð fram.
Athugið að kerfiskennitala er aðeins gefin út til einstaklinga sem ætla að dvelja skemur en 3-6 mánuði á Íslandi eða ætla alls ekki að vera í landinu. Þessi skráning veitir engin réttindi á Íslandi.
