Ég er frá EES / EFTA - Almennar upplýsingar
EES / EFTA ríkisborgarar eru ríkisborgarar eins af aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) eða Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).
Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Pólland , Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Sviss.
Ríkisborgari EES / EFTA aðildarríkis getur dvalið og starfað á Íslandi án dvalarleyfis í allt að þrjá mánuði frá komu sinni til Íslands, eða verið í allt að sex mánuði ef hann / hún er að leita að vinnu.
Ef einstaklingurinn ætlar að búa lengur á Íslandi skal hann / hún skrá rétt sinn til búsetu hjá Þjóðskrár Íslands.
Dvöl í öðru norrænu landi er ekki dregin frá búsetutímanum.
Gagnlegar slóðir:
Info Norden: Þegar þú ert að hugsa um að flytja til Norðurlandanna
Þjóðskrá: Norrænir ríkisborgarar sem flytja til Íslands
Fyrir breska ríkisborgara:
Breskir ríkisborgarar í Evrópu eftir Brexit (frá The Institute of Government).
Upplýsingar fyrir breska ríkisborgara (frá Útlendingastofnun á Íslandi).
