Leiga
Leit að leiguhúsnæði
Íbúðir til leigu eru venjulega auglýstar í dagblöðum. Fólki í dreifbýli sem leitar að húsnæði er bent á að leita upplýsinga á sínu sveitarfélagi.
Leit:

Húsaleigusamningur
Mikilvægt er að gera skriflegan leigusamning við leigusala þegar leiga á íbúð. Þú verður að ganga úr skugga um að þú hafir góðan skilning á skilmálum samningsins, svo sem reglum um tryggingar, uppsagnarfrest og fleira.
Markmiðið með opinberri skráningu samninga er að tryggja og vernda rétt aðila samningsins.
Leigusamningar:
Enska
Pólska
Íslenska
Húsnæðisbætur sveitarfélaga
Húsnæðisbætur eru styrkir sem fást frá sveitarfélagi, með ákveðnum skilyrðum, til að hjálpa fólki að greiða hluta af leigu fyrir húsnæðið sem það býr í.
Ef þú ert með lögheimili á Íslandi getur þú sótt um um húsnæðisbætur frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Það hvort húsæðisbætur eru veittar og þá hversu háar, er ákvaðað út frá leigufjárhæð, tekjum og fjölskyldustærð umsækjanda.
Áður en þú getur sótt um húsnæðisbætur verður þú að skrá leigusamning sem gildir í að lágmarki sex mánuði hjá sýslumanni.
Upplýsingar um um húsnæðisbætur fást hjá félagsþjónustu sveitarfélaga og hjá Félagsmálaráðuneytisins. Húsnæðisbætur eru ekki greiddar til íbúa farfuglaheimila, atvinnuhúsnæðis eða einstakra herbergja.
Upplýsingar og reiknivél fyrir húsnæðisbætur er að finna á heimasíðu Húsnæðismálastofnunar. (Húsnæðismálastofnun).
Rafmagn, heitt vatn, sími og internet
Þegar flutt er inn í nýja íbúð er mikilvægt að láta lesa af rafmagns- og hitamælum þannig að leigjandi / kaupandi greiði aðeins fyrir það sem þeir nota.
Bæjarskrifstofur geta veitt upplýsingar um fyrirtæki sem selja og útvega rafmagn og heitt vatn í sveitarfélaginu. Sjá einnig meira varðandi þetta hér.
Nokkur símafyrirtæki starfa á Íslandi og bjóða mismunandi verð og þjónustu fyrir síma- og netsamband. Best er að fara beint til símafyrirtækjanna til að fá upplýsingar um þá þjónustu og verð sem þau hafa upp á að bjóða. Sjá einnig meira varðandi þetta hér.