EnglishPolishIcelandic

FAQs

Algengar spurningar

Algengar spurningar 

Orðabók

Íslensk orð útskýrð 

Valin íslensk orð útskýrð á ýmsum tungumálum. 

Húsnæðisbætur

Hver á rétt á húsnæðisbótum?

Íbúar í leiguhúsnæði geta átt rétt á um húsnæðisbætur, óháð því hvort þeir eru að leigja félagslegt húsnæði eða á almennum markaði. Réttur til húsnæðisbóta er tekjutengdur.

 

Ef þú ert með lögheimili á Íslandi getur þú sótt um húsnæðisbætur. Vinsamlegast farðu á vefsíðu Félagsmálaráðuneytisins til að fá frekari upplýsingar.

 

Umsóknir eru gerðar með rafrænum hætti á heimasíðu Húsnæðismálastofnunar.. Þú verður að nota Íslykil (Íslykill) eða rafræn skilríki.

 

Reiknivél fyrir húsnæðisbætur er að finna hér.

Áður en sótt er um

Hvort húsnæðisbætur fáist greiddar og hversu háar, fer eftir leiguupphæð, tekjum og fjölskyldustærð viðkomandi.

 

Áður en þú getur sótt um húsnæðisbætur verður þú að skrá leigusamning, sem gildir í þrjá mánuði að lágmarki, hjá sýslumanni.

 

Bætur eru ekki greiddar vegna leigu á herbergjum með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og baðherbergi eða leigu á íbúðum í atvinnuhúsnæði. Undanþegnir þessum skilyrðum eru:

 

  • Námsmenn sem leigja á stúdentagörðum eða á heimavist.
  • Fatlaðir sem leigja á sambýlum.

 

Til að eiga rétt á húsnæðisbótum þarf umsækjandi að hafa lögheimili í viðkomandi húsnæði. Nemendur sem stunda nám í öðru sveitarfélagi eru undanþegnir þessu skilyrði.

 

Umsækjendur geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning frá því sveitarfélagi sem þeir hafa lögheimili í.

 

Til að eiga rétt á húsnæðisbótum þarf umsækjandi að hafa lögheimili í viðkomandi húsnæði. Nemendur sem stunda nám í öðru sveitarfélagi eru undanþegnir þessu skilyrði.

Húsaleigusamningur

Húsaleigusamningur er samningur sem leigjandi gerir við leigusala um upphæð leigu og önnur atriði.

 

Mikilvægt er að gera skriflegan leigusamning við leigusala þegar leiga á íbúð. Þú verður að ganga úr skugga um að þú hafir góðan skilning á skilmálum samningsins, svo sem reglum um tryggingar, uppsagnarfrest og fleira.

 

Markmiðið með opinberri skráningu samninga er að tryggja og vernda rétt aðila samningsins.

 

Leigusamningar:

 

Enska

Pólska

Íslenska

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna