EnglishPolishIcelandic

Rafmagn, hiti, sími og internet

Rafmagn og hiti

Allt íbúðarhúsnæði verður að hafa heitt og kalt vatn og rafmagn. Húsnæði á Íslandi er hitað með heitu vatni eða rafmagni. Þegar flutt er inn í nýja íbúð eða hús er mikilvægt að láta lesa af rafmagns- og heitavatnsmælum svo aðeins sé greitt fyrir það sem notað er.

 

Í sumum tilfellum er hiti og rafmagn innifalið þegar leigð er íbúð eða hús. Ef ekki, eru leigjendur sjálfir ábyrgir fyrir því að greiða fyrir notkunina.

 

Reikningar eru venjulega sendir mánaðarlega á grundvelli áætlaðrar orkunotkunar í viðkomandi húsnæði. Einu sinni á ári er sendur uppgjörsreikningur ásamt aflestri stafsmanns orkufyrirtækis á mælunum.

 

Bæjar- og sveitarskrifstofur geta veitt upplýsingar um fyrirtæki sem selja og útvega rafmagn og heitt vatn í sveitarfélaginu.

Sími og internet

Nokkur símafyrirtæki starfa á Íslandi og bjóða mismunandi verð og þjónustu fyrir síma- og netsamband. Best er að fara beint til símafyrirtækjanna til að fá upplýsingar um þá þjónustu og verð sem þau hafa upp á að bjóða.

 

Íslensk fyrirtæki sem bjóða síma- og / eða internetþjónustu:

Nova

Síminn

Vodafone

Hringdu

Sambandið

 

Ljósleiðaratenging:

The National Fiber Network

Reykjavík Fiber Network

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna