Rafmagn, hiti, sími og internet
Rafmagn og hiti
Allt íbúðarhúsnæði verður að hafa heitt og kalt vatn og rafmagn. Húsnæði á Íslandi er hitað með heitu vatni eða rafmagni. Þegar flutt er inn í nýja íbúð eða hús er mikilvægt að láta lesa af rafmagns- og heitavatnsmælum svo aðeins sé greitt fyrir það sem notað er.
Í sumum tilfellum er hiti og rafmagn innifalið þegar leigð er íbúð eða hús. Ef ekki, eru leigjendur sjálfir ábyrgir fyrir því að greiða fyrir notkunina.
Reikningar eru venjulega sendir mánaðarlega á grundvelli áætlaðrar orkunotkunar í viðkomandi húsnæði. Einu sinni á ári er sendur uppgjörsreikningur ásamt aflestri stafsmanns orkufyrirtækis á mælunum.
Bæjar- og sveitarskrifstofur geta veitt upplýsingar um fyrirtæki sem selja og útvega rafmagn og heitt vatn í sveitarfélaginu.

Sími og internet
Nokkur símafyrirtæki starfa á Íslandi og bjóða mismunandi verð og þjónustu fyrir síma- og netsamband. Best er að fara beint til símafyrirtækjanna til að fá upplýsingar um þá þjónustu og verð sem þau hafa upp á að bjóða.
Íslensk fyrirtæki sem bjóða síma- og / eða internetþjónustu:
Ljósleiðaratenging: