Túlkaþjónusta fyrir tryggða einstaklinga
Sérhver einstaklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi á rétt á túlkaþjónustu. Túlkaþjónusta er ætluð einstaklingi sem þarfnast hjálpar við að skilja og / eða útskýra upplýsingar um heilsufar sitt og þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast.
Heilbrigðisstarfsmaður metur þörfina fyrir túlkaþjónustu ef einstaklingur talar ekki íslensku eða notar táknmál. Heilbrigðisstarfsmaður ætti að skipuleggja notkun túlkaþjónustu eins vel og mögulegt er. Túlkaþjónustu er hægt að veita í gegnum síma, fjarfundabúnað eða á staðnum.
Túlkaþjónustan skal valda sem minnstum óþægindum fyrir einstakling og túlkur skal bókaður fyrirfram ef augljóst er að einstaklingur skilur ekki íslensku eða notar táknmál.
Sjúkratryggingar Íslands greiða aðeins fyrir túlkun á þjónustu sem veitt er af sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum. Stofnanir og heilbrigðisstofnanir greiða fyrir túlkaþjónustu sem þar fer fram.
