EnglishPolishIcelandic

Sjúkrahús & innlögn

Flestar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús reka slysa- og bráðamóttöku og þjónustu sem veitt er allt árið um kring.

 

Neyðarnúmerið 112 svarar öllum símtölum sem tengjast neyðartilvikum og beiðnum um aðstoð og ber ábyrgð á allri neyðarþjónustu allan sólarhringinn.

 

Ýttu hér að finna næstu heilsugæslustöð.

 

Innlögn á sjúkrahús verður venjulega aðeins eftir tilvísun frá lækni. En í neyðartilvikum geta þó sjúklingar farið beint á sjúkrahús. Þeir sem eru sjúkratryggðir eiga rétt á ókeypis sjúkrahúsvist.

 

Heilsugæslustöðvar um allt land eru með vaktþjónustu heimilislækna. Í Reykjavík er þessi þjónusta þekkt sem Læknavaktin og er símanúmerið 1770. Vegna barna er einnig hægt að hafa samband við hjálparsíma barna hjá Domus Medica í síma 563 1010.

 

Sjúkraflutningamenn flytja slasaða og sjúka sem geta ekki ferðast sjálfir. Neyðarnúmerið um allt land er 112.

Læknisþjónusta utan venjulegs opnunartíma

Heilsugæslulæknar á landsbyggðinni eru stöðugt á vakt utan opnunartíma heilsugæslustöðvar.

 

Ef þig vantar læknisþjónustu í höfuðborginni á kvöldin, um nætur og helgar er þjónusta veitt af Læknavaktinni.

 

 

Heimilisfang:

Læknavaktin
Austurver (Háaleitisbraut 68)
103 Reykjavík
Símanúmer: 1770

Heilsuvernd - Læknaþjónusta

Heilsuvernd veitir heilsu- og vinnuvernd og aðra heilbrigðisþjónustu. Fyrirtækið veitir einnig ráðgjöf í gegnum síma, fjarvistarvottorð og aðra fræðslu.

 

Heilsuvernd leggur áherslu á að koma til móts við þá sem ekki eru sjúkratryggðir sem og þá sem eru það. En þeir sem eru ósjúkratryggðir greiða hærri komugjöld. Heilsuvernd hefur einnig framkvæmt læknisskoðanir vegna dvalarleyfa fyrir Útlendingastofnun í mörg ár.

 

Læknamóttaka Heilsuverndar er opin frá 9 til 12 á hádegi og klukkan 1 til 4, mánudaga til föstudaga. Hægt er að panta tíma í síma 510 6500 eða á netinu á www.hv.is og www.doktor.is.

 

Sjá heimasíðu Heilsuverndar til að fá frekari upplýsingar.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna