EnglishPolishIcelandic

Heilsugæslustöðvar og apótek

Þegar leitað er á heilsugæslustöð er ráðlagt að byrja á þeirri sem er næst þér, jafnvel þó að fólk hafi rétt til að snúa sér að stöð að eigin vali.

 

Hérna neðar er listi yfir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni.

 

Heilsugæslustöðvar eru dreifðar um Reykjavík og allt land. Á heilsugæslustöðvunum er öll almenn heilbrigðisþjónusta veitt og þessar stöðvar ættu að vera fyrsti viðkomustaður fólks vegna allra almennra veikinda og heilsufarslegra vandamála.

 

Auk almennrar læknisþjónustu bjóða heilsugæslustöðvarnar upp á mæðravernd, heilsugæslu hvítvoðunga og barna, skólaheilsugæslu og heimahjúkrun.

 

Börn yngri en átján ára eru ekki rukkuð um komugjöld á heilsugæslustöðvum né gjöld vegna heimavitjunar lækna. Börn sem ekki eru sjúkratryggð verða þó að greiða fullt gjald.

 

Það eru 15 heilsugæslustöðvar á vegum Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Garðabæ og Hafnarfirði. Staðsetningu þeirra er að finna hér (gagnvirkt kort).

 

Heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni eru á vegum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Upplýsingar um heilsugæslustöðvarnar úti á landsbyggðinni er að finna hér (síða á íslensku).

 

Lista yfir apótek úti á landsbyggðinni er að finna hér.

Heilbrigðisþjónustukort

Ýttu hér að finna næstu heilsugæslustöð

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna