Heilsugæslustöðvar og apótek
Þegar leitað er á heilsugæslustöð er ráðlagt að byrja á þeirri sem er næst þér, jafnvel þó að fólk hafi rétt til að snúa sér að stöð að eigin vali.
Hérna neðar er listi yfir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni.
Heilsugæslustöðvar eru dreifðar um Reykjavík og allt land. Á heilsugæslustöðvunum er öll almenn heilbrigðisþjónusta veitt og þessar stöðvar ættu að vera fyrsti viðkomustaður fólks vegna allra almennra veikinda og heilsufarslegra vandamála.
Auk almennrar læknisþjónustu bjóða heilsugæslustöðvarnar upp á mæðravernd, heilsugæslu hvítvoðunga og barna, skólaheilsugæslu og heimahjúkrun.
Börn yngri en átján ára eru ekki rukkuð um komugjöld á heilsugæslustöðvum né gjöld vegna heimavitjunar lækna. Börn sem ekki eru sjúkratryggð verða þó að greiða fullt gjald.
Það eru 15 heilsugæslustöðvar á vegum Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Garðabæ og Hafnarfirði. Staðsetningu þeirra er að finna hér (gagnvirkt kort).
Heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni eru á vegum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Upplýsingar um heilsugæslustöðvarnar úti á landsbyggðinni er að finna hér (síða á íslensku).
Lista yfir apótek úti á landsbyggðinni er að finna hér.