EnglishPolishIcelandic

Heilbrigðiskerfið

Ísland er með öflugt heilbrigðiskerfi og allir eiga rétt á neyðaraðstoð. Neyðarnúmerið 112 svarar öllum símtölum vegna neyðartilvika og beiðna um aðstoð, allan sólarhringinn, allt árið um kring.

 

Það eru heilsugæslustöðvar um allt land og það er jafnvel hægt að fá þjónustu utan venjulegs opnunartíma þeirra. Læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk er vel menntað og heilsufar á Íslandi almennt gott.

 

Allir sem hafa lögheimili á Íslandi í sex mánuði samfleytt eru sjúkratryggðir. Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvort ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja hafi heimild til að njóta réttinda sinna á Íslandi.

 

Nánari upplýsingar um heilsutengd málefni er að finna hér að neðan.

 

Ýttu hér til að finna þá heilsugæslustöð sem er næst þér.

Harmonikkuinnihald

Það eru heilsugæslustöðvar um allt land og í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Þar er öll almenn heilbrigðisþjónusta veitt og fólk ætti venjulega að fara þangað fyrst vegna veikinda eða annarra heilsufarslegra vandamála.

 

Lestu meira um þetta efni.

Bráðamóttökur og slysadeildir eru staðsettar á flestum heilsugæslustöðvum eða sjúkrahúsum og þjónustan er veitt allt árið. Neyðarnúmerið 112 svarar öllum símtölum vegna neyðartilvika og beiðna um aðstoð og veitir þjónustu allan sólarhringinn, allan ársins hring.

 

Innlögn á sjúkrahús getur venjulega aðeins orðið eftir tilvísun frá lækni. En í neyðartilvikum geta sjúklingar þó farið beint á sjúkrahús. Sjúkraflutningamenn flytja slasaða og sjúka sem geta ekki ferðast sjálfir.

 

Nánari upplýsingar um sjúkrahús og innlögn hér.

Upplýsingar um hvert eigi að fara ef grunur leikur á húð-, kyn- og smitsjúkdómum má finna hér.

Almennar upplýsingar um tannlækna og hvernig hægt er að hafa samband við tannvaktina, neyðarvakt íslenska tannlæknafélagsins.

 

Meira um tannlæknaþjónustu hér.

Upplýsingar um læknisskoðun vegna dvalarleyfisumsóknar, hvers konar læknisskoðun er krafist og hvar hún fer fram. Meira um þetta hér.

Upplýsingar um sjúkratryggingar, fyrir ríkisborgara EES og EFTA ríkjanna sem og fyrir ríkisborgara utan EES / EFTA svæðanna. Meira hér.

Samkvæmt lögum eiga fatlaðir rétt á almennri þjónustu og aðstoð. Þeir skulu hafa jafnan rétt og njóta lífskjara sem eru sambærileg við aðra þjóðfélagsþegna. Fatlað fólk hefur rétt til menntunar með viðeigandi stuðningi á öllum stigum náms. Þeir hafa einnig rétt á leiðbeiningum og aðstoð við að finna vinnu við hæfi.

 

Nánari upplýsingar um rétt fatlaðra hér.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna