EnglishPolishIcelandic

Grænbók um mannréttindi

Hafin hefur verið vinna við gerð Grænbókar um mannréttindi á vegum forsætisráðherra. Grænbókin er hugsuð sem undanfari frekari stefnumótunar. Í þessari vinnu er lögð mikil áhersla á samráð við íbúa landsins.

 

Haldnir voru fimm samráðsfundir, á Selfossi, í Reykjavík, á Akureyri, á Egilsstöum og á Ísafirði. Á þessum fundum var rætt um mannréttindamál á íslandi í víðu samhengi og því velt upp hverjar væru helstu áskoranir í þessum efnum sem og tækifæri.

 

Fundirnir voru vel sóttir og hófust þeir með framsöguerindum þeirra Katrínar Jakobsdóttur og dr. Kára Hólmars Ragnarssonar. Að auki voru flutt örerindi. Að því loknu skipuðu þátttakendur sér á borð þar sem borðstjóri sá um að stýra umræðum.

 

Á fundinum á Ísafirði þann, þann 8. september, tóku starfsmenn Fjölmenningarseturs að sér borðstjórn ásamt fleirum og Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður setursins hélt örerindi.

 

Góðar umræður urðu í fjölbreyttum hópi þátttakenda en aðkoma almennings er mjög mikilvægur þáttur í svona verkefni.

 

Verkefnaáætlun Grænbókarinnar (vefsíða á íslensku)

Deila þessari færslu

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna