EnglishPolishIcelandic

Stofnanir

Alþingi

Alþingi er landsþing Íslands. Það er elsta eftirlifandi þing í heimi, stofnað árið 930 á Þingvöllum, um það bil 45 kílómetra frá Reykjavík. Árið 1844 var það flutt til Reykjavíkur og hefur verið þar síðan.

 

Íslenska stjórnarskráin skilgreinir skýrt að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Alþingi er hornsteinn þessa lýðræðis. Fjórða hvert ár velja kjósendur, með leynilegri atkvæðagreiðslu, 63 fulltrúa til setu á þingi. Það geta þó verið kosningar oftar en fjórða hvert ár ef þing er rofið svo kalli á almennar kosningar.

 

63 þingmenn hafa sameiginlega löggjafarvald og einnig vald yfir ríkisfjármálum, þ.e. vald til að taka ákvarðanir um opinber útgjöld og skattlagningu.

 

Það er mikilvægt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum varðandi ákvarðanir sem teknar eru á þingi og hvernig þær eru teknar, þar sem kjósendur og fulltrúar þeirra bera ábyrgð á því að viðhalda réttindum og lýðræði í verki. Ákvarðanir sem teknar eru á þingi hafa áhrif á daglegt líf allra íbúa á Íslandi. 

Merki íslenska þingsins

Ráðuneyti

Ráðuneyti, undir forystu ráðherra samsteypustjórnar, bera ábyrgð á framkvæmd löggjafarvaldsins. Ráðuneyti eru æðstu stjórnsýslustig og undir stjórn ráðherra fyrir hvert svið samfélagsins og samanlagt mynda ráðuneytin framkvæmdarvaldið. Umfang vinnu, nöfn og jafnvel tilvist ráðuneyta getur breyst í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.

 

Undir hverju ráðuneyti eru ýmsar ríkisstofnanir sem eru bæði sjálfstæðar og hálf sjálfstæðar. Þessar stofnanir bera ábyrgð á að hrinda í framkvæmd stefnu, annast eftirlit, vernda og varðveita réttindi borgaranna og veita þjónustu í samræmi við lög.

 

Lista yfir ráðuneyti á Íslandi er að finna hér.

 

Lista yfir ríkisstofnanir er að finna hér. 

Lögreglumál

Það eru engar íslenskar hersveitir og hafa aldrei verið, enginn her, sjóher eða flugher. Á Íslandi eru löggæslumál á hendi lögreglu, landhelgisgæslunnar og tollgæslunnar.

 

Hlutverk lögreglunnar á Íslandi er að vernda og þjóna almenningi. Lögregla á Íslandi vinnur að því að koma í veg fyrir ofbeldi og glæpi og rannsaka og leysa mál refsiverðra afbrota. Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan hefur gefið út. Ef það er ekki gert getur það leitt til sektar eða fangelsisvistar.

 

Lögreglumál á Íslandi eru á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins og er stjórnað af embætti ríkislögreglustjóra fyrir hönd ráðuneytisins. Lögregluumdæmin eru níu, það stærsta er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Finndu næsta umdæmi við þig hér.

 

Lögreglumenn á Íslandi eru ekki vopnaðir nema með litlum kylfum. Lögreglan í Reykjavík hefur þó sérstaka sveit sem er þjálfuð í notkun skotvopna og í aðgerðum gegn vopnuðum einstaklingum eða öfgakenndum aðstæðum þar sem öryggi almennings gæti verið stefnt í voða.

 

Á Íslandi nýtur lögreglan mikils trausts íbúa og fólk getur óhikað leitað til lögreglu ef það telur sig hafa verið fórnarlamb brots eða ofbeldis.

 

Ef þig vantar aðstoð frá lögreglunni, hafðu samband í 112 eða notaðu spjallreitinn sem er að finna á vefsíðunni.

 

Þú getur einnig tilkynnt um brot eða haft samband við lögreglu í gegnum þessa vefsíðu hér.  

Útlendingastofnun

Útlendingastofnun er ríkisstofnun sem starfar undir dómsmálaráðuneytinu. Aðalverkefni stofnunarinnar er að gefa út dvalarleyfi. Stofnunin annast allar umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða leyfi samfara atvinnuleyfi, eða t.d. fjölskyldusameiningu, námsleyfi, au pair leyfi, vegabréfsáritanir og beiðnir um hæli. Aukk þessa tekur stofnunin þátt í mörgum verkefnum sem tengjast málefnum útlendinga og vinnur á ýmsum stigum með öðrum samtökum.

 

Vefsíða Útlendingastofnunar, smelltu hér. 

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun ber heildarábyrgð á almennum vinnuskiptum og annast daglegan rekstur Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðasjóð launa og mörg önnur verkefni tengd vinnumarkaðnum.

 

Stofnunin sinnir ýmsum skyldum, þar á meðal skráningu atvinnuleitenda og útreikningi og greiðslu atvinnuleysisbóta.

 

Auk höfuðstöðva í Reykjavík hefur stofnunin átta svæðisskrifstofur víða um land sem veita atvinnuleitendum og atvinnurekendum faglega aðstoð við atvinnuleit og starfsmannaleigu. Til að hafa samband við Vinnumálastofnun, smellið hér. 

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna