EnglishPolishIcelandic

Skattar og skyldur

Skattskyldar tekjur

Skattskyldar tekjur fela í sér hvers kyns tekjur af fyrri og núverandi atvinnu, viðskiptum og starfsgreinum og fjármagni. Allar tekjur sem skattgreiðandi fær í peningum eða peninga virði eru skattlagðar nema þær séu undanþegnar. Innheimta einstakra tekjuskatta (ríkis og sveitarfélaga) á atvinnutekjur fer fram í hverjum mánuði á tekjuárinu.

 

Skattskyldum tekjum er skipt í þrjá meginflokka:

 

Flokkur A. Tímakaup og laun, þar með talin fyrirsjáanlegar atvinnutekjur sjálfstætt starfandi, atvinnutengdar bætur, ellilífeyrir, greiðslur almannatrygginga, styrkir, greiðslur til handhafa höfundarréttar, þóknanir o.fl. Flokkur B. Tekjur af fyrirtæki og tekjur af sjálfstæðri atvinnustarfsemi. Flokkur C. Fjármagnstekjur eins og arður, vextir og söluhagnaður.

 

Frekari upplýsingar um skattskyldar tekjur eru aðgengilegar á vefsíðu Skattsins (Skatturinn).

Á vefsíðu Skattsins finnur þú bestu upplýsingarnar um allt sem viðkemur sköttum og skattskilum.

 

Persónuafsláttur er eitt af því mikilvægasta sem starfsmenn þurfa að vita um. Það er skattafsláttur sem starfsmenn geta notað til að lækka þann skatt sem vinnuveitandinn dregur af launum launþegans. Sama gildir ef þú hefur aðrar tekjur svo sem eftirlaun, bætur o.fl. Meira um það hér.

Skil á skattframtali

Allir sem eru skattskyldir á Íslandi verða að skila skattframtali á hverju ári, venjulega í mars. Í skattframtali átt þú að telja fram heildartekjur þínar fyrir árið á undan og gera grein fyrir skuldum þínum og eignum. Ef þú hefur greitt of mikinn eða of lítinn skatt fyrirfram er það leiðrétt í júlí sama ár og skattframtalinu er skilað. Ef þú hefur greitt minna en þú átti að gera, þarft þú að greiða mismuninn og ef þú hefur greitt of mikið færðu endurgreiðslu.

 

Skattskil eru gerð á netinu. Allir skattgreiðendur sextán ára og eldri fá sent lykilorð að lögheimili sínu. Ef skattframtali er ekki skilað mun Skatturinn áætla tekjur þínar og reikna gjöld í samræmi við það.

 

Skatturinn hefur birt leiðbeiningar um hvernig á að vinna í eigin skattamálum á eftirfarandi tungumálum:

 

Enska

Pólska

Litháíska

Íslenska

 

Leiðbeiningar um hvernig eigi að skila skattframtali eru fáanlegar á fimm tungumálum. Sjá PDF skjöl hér að neðan.

Byrja í nýju starfi

Allir sem starfa á Íslandi verða að greiða skatta. Skattar af launum þínum samanstanda af: 1) tekjuskatti til ríkisins og 2) útsvari til sveitarfélagsins. Tekjuskatti er skipt í þrep og skatthlutfallið er háð launum launþegans. Vefsíða Skattsins (www.rsk.is) hefur að geyma upplýsingar um frádrátt skatta miðað við tekjufjárhæð.

 

Fjárhæð greidds skatts kemur fram á launaseðlinum þínum. Það er mikilvægt að halda launaseðlinum til að sanna að skattar þínir hafi verið greiddir.  

 

Þegar byrjað er í nýju starfi er mikilvægt að muna eftir nokkrum mikilvægum hlutum. Í fyrsta lagi verður starfsmaðurinn að upplýsa vinnuveitanda sinn hvort nota eigi persónuafslátt þegar hann reiknar staðgreiðslu og ef svo er, hvaða hlutfall á að nota (að fullu eða að hluta).

 

Starfsmaðurinn þarf einnig að tilgreina skattþrepið sem skattur hans á að reiknast út frá, ef það er ekki sá lægsti. Starfsmaðurinn verður að upplýsa vinnuveitanda sinn ef hann hefur áunnið sér persónuafslátt eða vill nota persónuafslátt maka síns.

 

Starfsmenn geta fundið upplýsingar um hversu mikið af persónuafslættinum þeir hafa notað á vefsíðu Skattsins, www.rsk.is. Ef þess er krafist geta starfsmenn sótt yfirlit yfir nýttan persónuafslátt á núverandi skattári til að skila inn til vinnuveitanda síns.

Virðisaukaskattur

Þeir sem eru að selja vörur og þjónustu á Íslandi verða að telja fram og greiða virðisaukaskatt, 24% eða 11%, sem verður að bæta við verðið á þeim vörum og þjónustu sem þeir eru að selja.

 

Almennt þurfa öll erlend sem innlend fyrirtæki og sjálfstætt starfandi eigendur fyrirtækja sem selja skattskyldar vörur og þjónustu á Íslandi að skrá viðskipti sín vegna virðisaukaskatts. Þeim er skylt að fylla út eyðublaðið RSK 5.02 og leggja það fyrir ríkisskattstjóra. Þegar þeir hafa skráð sig fá þeir virðisaukaskattsnúmer og skráningarskírteini. VOES (VSK á rafræna þjónustu) er einfölduð virðisaukaskattsskráning sem er í boði fyrir ákveðin erlend fyrirtæki.

 

Undanþegnir skyldu til að skrá virðisaukaskatt eru þeir sem selja vinnu og þjónustu sem er undanþegin virðisaukaskatti og þeir sem selja skattskyldar vörur og þjónustu fyrir 2.000.000 krónur eða minna á hverju tólf mánaða tímabili frá upphafi viðskipta þeirra (var 1.000.000 krónur fyrir 1. janúar 2017). Skráningarskyldan gildir ekki um starfsmenn.

 

Frekari upplýsingar um virðisaukaskatt er að finna á heimasíðu Skattsins.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna